Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2021 20:35 Það tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum um fimmtíu sekúndur að ganga rösklega úr nýja kvennaklefanum og upp í innilaugina í Sundhöllinni. Skjáskot/Stöð 2 Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. Styr hefur staðið um Sundhöllina eftir að doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir sendi bréf með umkvörtunum á bæði borgina og Landlækni. Í bréfinu sem Vilborg, fastagestur laugarinnar til margra ára, sendi landlækni lýsir hún því að ófremdarástand ríki í Sundhöllinni vegna ófullnægjandi nýbyggingar kvennaklefa. Núverandi ástand sé heilsuspillandi og hindri það að eldri konur og skólastúlkur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Þetta er jafnframt mál sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á á vettvangi borgarstjórnar síðustu misseri. Frá því að nýi kvennaklefinn var opnaður í Sundhöllinni fyrir fáeinum árum hefur leiðin fyrir konur út í innilaug lengst talsvert. Og það er einmitt það sem gagnrýni Vilborgar lýtur helst að, að þessi leið sem fréttamaður sést fara fara í meðfylgjandi myndskeiði; frá nýja kvennaklefanum, fram hjá sundlauginni, heitapottinum og loks upp í innilaugina, sé alltof of löng. Gangan tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum tæpar fimmtíu sekúndur. Fyrir breytingar gengu konur beint út úr gamla kvennaklefanum og í innilaugina. Bára Grímsdóttir og Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestir.Vísir/Sigurjón Fastagestir sem fréttastofa ræddi við taka að sumu leyti undir gagnrýni Vilborgar og taka litlu skólasundsstúlkurnar sem dæmi. „Þær þurfa að fara hérna í kulda og frosti og svo er ég aftur að hugsa um fullorðnu konurnar, og ég er orðin kannski fullorðin þó ég telji mig unga, þær þurfa líka að fara þessa löngu vegalengd,“ segir Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestur. Þá hefði verið betra að geta notað áfram gamla kvennaklefann, sem þó er verið að gera upp og ráðgert er að taka í notkun í einhverri mynd þegar verkinu er lokið. „Þetta er svo sjarmerandi og líka, ég hef ekki verið ánægð með að þurfa að labba í kuldanum þessa vegalengd,“ segir Bára Grímsdóttir, annar Sundhallargestur. Annars séu þær hæstánægðar með Sundhöllina eftir breytingar. „Arkítektúrinn þarna inni [í nýja kvennaklefanum] er stórkostlegur og það er yndislegt að vera þar. Ég byrjaði að koma hérna nokkurra ára og elska þessa Sundhöll,“ segir Selma. Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira
Styr hefur staðið um Sundhöllina eftir að doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir sendi bréf með umkvörtunum á bæði borgina og Landlækni. Í bréfinu sem Vilborg, fastagestur laugarinnar til margra ára, sendi landlækni lýsir hún því að ófremdarástand ríki í Sundhöllinni vegna ófullnægjandi nýbyggingar kvennaklefa. Núverandi ástand sé heilsuspillandi og hindri það að eldri konur og skólastúlkur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Þetta er jafnframt mál sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á á vettvangi borgarstjórnar síðustu misseri. Frá því að nýi kvennaklefinn var opnaður í Sundhöllinni fyrir fáeinum árum hefur leiðin fyrir konur út í innilaug lengst talsvert. Og það er einmitt það sem gagnrýni Vilborgar lýtur helst að, að þessi leið sem fréttamaður sést fara fara í meðfylgjandi myndskeiði; frá nýja kvennaklefanum, fram hjá sundlauginni, heitapottinum og loks upp í innilaugina, sé alltof of löng. Gangan tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum tæpar fimmtíu sekúndur. Fyrir breytingar gengu konur beint út úr gamla kvennaklefanum og í innilaugina. Bára Grímsdóttir og Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestir.Vísir/Sigurjón Fastagestir sem fréttastofa ræddi við taka að sumu leyti undir gagnrýni Vilborgar og taka litlu skólasundsstúlkurnar sem dæmi. „Þær þurfa að fara hérna í kulda og frosti og svo er ég aftur að hugsa um fullorðnu konurnar, og ég er orðin kannski fullorðin þó ég telji mig unga, þær þurfa líka að fara þessa löngu vegalengd,“ segir Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestur. Þá hefði verið betra að geta notað áfram gamla kvennaklefann, sem þó er verið að gera upp og ráðgert er að taka í notkun í einhverri mynd þegar verkinu er lokið. „Þetta er svo sjarmerandi og líka, ég hef ekki verið ánægð með að þurfa að labba í kuldanum þessa vegalengd,“ segir Bára Grímsdóttir, annar Sundhallargestur. Annars séu þær hæstánægðar með Sundhöllina eftir breytingar. „Arkítektúrinn þarna inni [í nýja kvennaklefanum] er stórkostlegur og það er yndislegt að vera þar. Ég byrjaði að koma hérna nokkurra ára og elska þessa Sundhöll,“ segir Selma.
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira