Dómari segir ekki glæpsamlegt að deila nærmyndum af kynfærum kvenna á klámsíðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 08:11 Ákvörðun dómarans hefur verið harðlega mótmælt. MUJERES EN IGUALDAD BURELA Ákvörðun dómara í bænum Cervo á Spáni hefur vakið mikla reiði en hann hefur nú í annað sinn vísað frá máli er varðaði konur sem voru myndaðar án þeirrar vitundar þegar þær pissuðu á útihátíð. Myndskeiðunum var deilt á klámsíðum. Um er að ræða í kringum 80 konur og stúlkur, sem neyddust til að pissa úti í hliðargötu vegna óviðunandi salernisaðstöðu þegar hátíðin A Maruxaina fór fram í bænum. Seinna kom í ljós að einhver hafði komið leyndum upptökubúnaði fyrir í götunni og deilt myndskeiðunum á netinu. Myndefnið rataði á klámsíður og í sumum tilvikum var um að ræða nærmyndir af andlitum og kynfærum kvennanna. Konurnar kærðu málið í fyrra og fóru fram á rannsókn. Sögðu þær meðal annars að viðkomandi, sem er enn óþekktur, hefði brotið gegn rétti þeirra til einkalífs. Dómari í bænum, Pablo Munoz Vázqez, ákvað hins vegar að vísa málinu frá og hefur nú staðfest þá ákvörðun. Dómarinn byggði ákvörðun sína á því að þar sem konurnar hefðu pissað á almannafæri hefði sá sem gerði upptökurnar ekki gerst brotlegur við lög. Þá komst hann að þeirri undarlegu niðurstöðu að ekki væri um að ræða ásetning um að brjóta gegn „líkamlegri eða siðferðilegri andstöðu“ kvennanna. Ein þeirra, sem BBC kallar einfaldlega Jenniffer, segir dómarann í raun vera að leggja blessun sína yfir það að upptökur séu gerðar af fólki á almannafæri og tekjur hafðar af því að deila upptökunum á klámsíðum. Niðurstöðu dómarans hefur verið harðlega mótmælt af samtökum sem berjast fyrir jafnrétti. Þá hefur jafnréttisráðherrann Irene Montero kallað athæfið sem um ræðir hreint og klárt kynferðisofbeldi. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Spánn Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Klám Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Um er að ræða í kringum 80 konur og stúlkur, sem neyddust til að pissa úti í hliðargötu vegna óviðunandi salernisaðstöðu þegar hátíðin A Maruxaina fór fram í bænum. Seinna kom í ljós að einhver hafði komið leyndum upptökubúnaði fyrir í götunni og deilt myndskeiðunum á netinu. Myndefnið rataði á klámsíður og í sumum tilvikum var um að ræða nærmyndir af andlitum og kynfærum kvennanna. Konurnar kærðu málið í fyrra og fóru fram á rannsókn. Sögðu þær meðal annars að viðkomandi, sem er enn óþekktur, hefði brotið gegn rétti þeirra til einkalífs. Dómari í bænum, Pablo Munoz Vázqez, ákvað hins vegar að vísa málinu frá og hefur nú staðfest þá ákvörðun. Dómarinn byggði ákvörðun sína á því að þar sem konurnar hefðu pissað á almannafæri hefði sá sem gerði upptökurnar ekki gerst brotlegur við lög. Þá komst hann að þeirri undarlegu niðurstöðu að ekki væri um að ræða ásetning um að brjóta gegn „líkamlegri eða siðferðilegri andstöðu“ kvennanna. Ein þeirra, sem BBC kallar einfaldlega Jenniffer, segir dómarann í raun vera að leggja blessun sína yfir það að upptökur séu gerðar af fólki á almannafæri og tekjur hafðar af því að deila upptökunum á klámsíðum. Niðurstöðu dómarans hefur verið harðlega mótmælt af samtökum sem berjast fyrir jafnrétti. Þá hefur jafnréttisráðherrann Irene Montero kallað athæfið sem um ræðir hreint og klárt kynferðisofbeldi. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Spánn Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Klám Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira