Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 12:15 Sigurður Ingi Jóhannsson segir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningunum hafa skapað aukinn meirihluta ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komu saman í Ráðherrabústaðnum í morgun til að halda áfram viðræðum um grundvöll að áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna. Í gær fór þau út fyrir borgina og tóku daginn í viðræðurnar. Hvernig miðaði ykkur áfram í gær? Bjarni Benediktsson segir góðan anda í viðræðum formannanna sem leysa þurfi erfið mál frá liðnu kjörtímabili og leggja línurnar fyrir þau tækifæri sem blasi við þjóðinni á næsta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Jú þetta tekur bara tíma. Þetta tekur tíma,“ sagði Bjarni þegar hann mætti til fundarins í morgun. Í Morgunblaðinu og Kjarnanum í dag er fullyrt að formennirnir séu meðal annars farnir að ræða fjölgun ráðuneyta og hversu mörg ráðuneyti falli í hlut hvers flokks. „Það er ekkert komið á þetta stig. Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Það þurfi að liggja fyrir í næstu viku hvort flokkarnir ætli sér að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Sigurður Ingi telur að formennirnir muni komast langleiðina í dag eða um helgina með að ákveða hvort þeim óformlegu viðræðum sem nú standi yfir verði breytt í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Eitthvað til í því að þú sért að krefjast fleiri ráðherrastóla í ljósi sigurs Framsóknarflokksins í kosningunum? „Það er náttúrlega alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir segir flokkanna meðal annars vera að ræða flutning verkefna milli ráðuneyta. Katrín átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í morgun. Þar gerði hún forsetanum grein fyrir stöðunni. Stjórnarflokkarnir hafi fengið mjög afgerandi skilaboð um stuðning við ríkisstjórnina í kosningunum. „Við erum ekki að ræða um hvernig verði skipað til verka. En við erum að velta fyrir okkur ákveðnum breytingum og tilflutningi verkefna og annað slíkt.“ Þannig að það er eitthvað til í því að þið kannski færið verkefni á milli ráðuneyta og jafnvel fjölgið þeim? „Við erum sérstaklega að skoða tilflutning. Við erum ekki komin lengra en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komu saman í Ráðherrabústaðnum í morgun til að halda áfram viðræðum um grundvöll að áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna. Í gær fór þau út fyrir borgina og tóku daginn í viðræðurnar. Hvernig miðaði ykkur áfram í gær? Bjarni Benediktsson segir góðan anda í viðræðum formannanna sem leysa þurfi erfið mál frá liðnu kjörtímabili og leggja línurnar fyrir þau tækifæri sem blasi við þjóðinni á næsta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Jú þetta tekur bara tíma. Þetta tekur tíma,“ sagði Bjarni þegar hann mætti til fundarins í morgun. Í Morgunblaðinu og Kjarnanum í dag er fullyrt að formennirnir séu meðal annars farnir að ræða fjölgun ráðuneyta og hversu mörg ráðuneyti falli í hlut hvers flokks. „Það er ekkert komið á þetta stig. Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Það þurfi að liggja fyrir í næstu viku hvort flokkarnir ætli sér að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Sigurður Ingi telur að formennirnir muni komast langleiðina í dag eða um helgina með að ákveða hvort þeim óformlegu viðræðum sem nú standi yfir verði breytt í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Eitthvað til í því að þú sért að krefjast fleiri ráðherrastóla í ljósi sigurs Framsóknarflokksins í kosningunum? „Það er náttúrlega alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir segir flokkanna meðal annars vera að ræða flutning verkefna milli ráðuneyta. Katrín átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í morgun. Þar gerði hún forsetanum grein fyrir stöðunni. Stjórnarflokkarnir hafi fengið mjög afgerandi skilaboð um stuðning við ríkisstjórnina í kosningunum. „Við erum ekki að ræða um hvernig verði skipað til verka. En við erum að velta fyrir okkur ákveðnum breytingum og tilflutningi verkefna og annað slíkt.“ Þannig að það er eitthvað til í því að þið kannski færið verkefni á milli ráðuneyta og jafnvel fjölgið þeim? „Við erum sérstaklega að skoða tilflutning. Við erum ekki komin lengra en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent