Umfjöllun, myndir og viðtal: Vestri - Víkingur 0-3 | Íslandsmeistararnir geta enn unnið tvöfalt Árni Konráð Árnason skrifar 2. október 2021 17:30 Þrenna Kristals Mána skaut Víkingum í úrslit Mjólkurbikars karla. Vísir/Bára Dröfn Íslandsmeistarar Víkings unnu 3-0 sigur á Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Kristall Máni Ingason gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk Íslandsmeistaranna. Íslandsmeistarar Víkings unnu 3-0 sigur á Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Kristall Máni Ingason gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk Íslandsmeistaranna. Íslandsmeistarar Víkings og Vestri mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Leikurinn sem að átti að fara fram á Ísafirði, var spilaður á Meistaravöllum í vesturbæ Reykjavíkur sökum slæmrar veðráttu á Ísafirði. Ljóst var að sigurvegarinn í dag myndi mæta Skagamönnum í úrslitum Mjólkurbikarsins eftir tvær vikur eða 16. október á Laugardalsvelli. Vestramenn mættu ákveðnir til leiks og voru betri aðilinn fyrstu mínúturnar. Víkingsmenn voru seinir í gang og náðu ekki úrslitasendingunum sökum þess að mikill meðvindur var með þeim og enduðu sendingar fyrir aftan mark Vestra. Dómari leiksins, Egill Arnar Sigurþórsson, hefði í tvígang getað flautað vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Pablo Punyed felldi Nicolaj Madsen inn í teig, brot sem að hefur margoft verið flautað á en Egill Arnar var ekki á þeirri skoðun og ekkert dæmt. Pablo fylgist með.Vísir/Bára Dröfn Síðara brotið var með sama hætti og það fyrra, vel hægt að dæma á það. Fyrirgjöf berst fyrir framan mark Víkinga, Pétur Bjarnason tekur við boltanum og klobbar Júlíus Magnússon og fellur við það niður. Egill Arnar veifar hann upp og Víkingar halda í skyndisókn. Það var á 26. mínútu sem að Pétur féll í teig Víkinga og í kjölfarið keyrðu Víkingar upp völlinn. Það var Erlingur Agnarsson sem að sendi boltann fyrir markið og Kristall Máni réttur maður á réttum stað þurfti einungis að stýra boltanum í netið sem og hann gerði, 0-1 fyrir Víkinga. Víkingar hrukku í gang í seinni hálfleik og tóku stjórn á leiknum. Það var á 50. mínútu þegar að Víkingar tóku horn, boltinn beint á höfuðið á Sölva Geir sem að átti fastan skalla á markið. Brenton þurfti að hafa sig allan við og varði boltann fram hjá markinu. Frábær varsla hjá Brenton. Vestramenn reyndu hvað þeir gátu að sækja að marki Víkinga en þeir náðu bara aldrei að skjóta á mark Víkinga. Ingvar Jónsson hafði lítið að gera í dag. Kristall Máni sannaði í dag af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar í sumar. Pablo í baráttunni.Vísir/Bára Dröfn Það var á 70. mínútu sem að Pablo Punyed á sendingu upp vinstri kantinn á Kristal. Kristall hleypur upp að marki Vestra og tekur snertinguna inn í átt að markinu og setur boltann undir Brenton og þaðan í stöngina og inn, 0-2 fyrir Víkinga. Undarlegt atvik átti sér stað á 78. mínútu leiksins þegar að Nacho sparkaði boltanum frekar laust upp í loftið, boltinn fór í áttina að hans eigin marki og Brenton kom úr markinu og handsamaði boltann. Víkingar kölluðu eftir því að dæmd yrði óbein aukaspyrna en Egill Arnar var ekki á sama máli. Kristall Máni setti seinasta naglann í kistuna á 82. mínútu þegar að Kwame Quee setti boltann á milli hafsenta Vestra þar sem að Kristall hljóp í svæðið og setti boltann snyrtilega fram hjá Brenton í markinu, 0-3 fyrir Víkinga. Kristall Máni átti stórleik.Vísir/Bára Dröfn Fleiri urðu mörkin þó ekki og sanngjarn sigur Víkinga raunin. Fara þeir því áfram í úrslitaleikinn og mæta Skagamönnum á Laugardalsvelli þann 16. október þar sem að leikurinn verður sýndur á Stöð2Sport. Víkingar geta komist í hóp afar fárra liða sem að hafa unnið bæði bikar og deild á sama tímabilinu, en það gerðu KR-ingar seinast fyrir 10 árum. Af hverju unnu Víkingar? Vestri mættu ákveðnir til leiks og gáfu sig alla fram en gæði Víkinga eru einfaldlega of mikil. Þeir voru vel skipulagðir varnarlega og Vestramenn komust aldrei í nein alvöru færi. Hverjir stóðu upp úr? Kristall Máni sannaði af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í dag. Skoraði þrennu og fékk síðan heiðursskiptingu. Ignacio átti frábæran leik í dag og er hálfgerð synd að hann sé ekki að spila í efstu deild. Algjör gæða leikmaður. Hvað gekk illa? Vestri voru í erfiðleikum nálægt marki Víkinga. Þeir áttu ekkert alvöru færi og náðu aldrei að skjóta boltanum. Víkingar voru seinir í gang en það kom svo sem ekki að sök í dag. Egill Arnar, dómari leiksins, hefur verið betri á flautunni. Vestri átti að fá víti í leiknum og við hefðum verið að sjá allt önnur úrslit hér í dag. Hvað gerist næst? Víkingar mæta Skagamönnum á Laugardalsvelli 16. október kl 14:00 þar sem að Sölvi og Kári spila sinn seinasta leik og eru þeir í alvöru færi á að enda ferilinn með „stæl“. Sigurhefðin og karakterinn í strákunum er alveg einstök Arnar Gunnlaugsson var afar glaður eftir leikVísir/Hulda Margrét „Vestra menn voru hrikalega öflugir og vel spilandi, þeir voru líka grjótharðir en við tókum vel á móti þeim. Við þurftum bara 2-3 gæða augnablik frá Kristali til þess að klára þetta. Annars vorum við bara mjög þéttir, við fengum varla skot á okkur. Þetta var ekki besti leikurinn okkar en sigurhefðin og karakterinn í strákunum er alveg einstök“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að leik loknum. Aðspurður út í hvort að Vestri hafi átt að fá víti sagði Arnar að Egill hafi alveg getað dæmt víti en það hefði verið „soft“ dómur. Hann er ánægður með að hans menn hafi ekki staldrað við heldur farið beint í það að refsa. Arnar getur gert liðið að tvöföldum meisturum sigri þeir Skagamenn eftir tvær vikur. „Ég er hrærður að hafa tækifæri til að gera það. Klúbburinn er á mjög góðum stað núna, frábærir stuðningsmenn, frábærir stjórnendur, frábærir leikmenn. Við höfum sannað það núna að karakterinn er í góðu lagi, sem við höfum gert í allt sumar. Gulrótin er að vinna tvöfalt og komast í sögubækurnar“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn Vestri Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íslandsmeistarar Víkings unnu 3-0 sigur á Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Kristall Máni Ingason gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk Íslandsmeistaranna. Íslandsmeistarar Víkings og Vestri mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Leikurinn sem að átti að fara fram á Ísafirði, var spilaður á Meistaravöllum í vesturbæ Reykjavíkur sökum slæmrar veðráttu á Ísafirði. Ljóst var að sigurvegarinn í dag myndi mæta Skagamönnum í úrslitum Mjólkurbikarsins eftir tvær vikur eða 16. október á Laugardalsvelli. Vestramenn mættu ákveðnir til leiks og voru betri aðilinn fyrstu mínúturnar. Víkingsmenn voru seinir í gang og náðu ekki úrslitasendingunum sökum þess að mikill meðvindur var með þeim og enduðu sendingar fyrir aftan mark Vestra. Dómari leiksins, Egill Arnar Sigurþórsson, hefði í tvígang getað flautað vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Pablo Punyed felldi Nicolaj Madsen inn í teig, brot sem að hefur margoft verið flautað á en Egill Arnar var ekki á þeirri skoðun og ekkert dæmt. Pablo fylgist með.Vísir/Bára Dröfn Síðara brotið var með sama hætti og það fyrra, vel hægt að dæma á það. Fyrirgjöf berst fyrir framan mark Víkinga, Pétur Bjarnason tekur við boltanum og klobbar Júlíus Magnússon og fellur við það niður. Egill Arnar veifar hann upp og Víkingar halda í skyndisókn. Það var á 26. mínútu sem að Pétur féll í teig Víkinga og í kjölfarið keyrðu Víkingar upp völlinn. Það var Erlingur Agnarsson sem að sendi boltann fyrir markið og Kristall Máni réttur maður á réttum stað þurfti einungis að stýra boltanum í netið sem og hann gerði, 0-1 fyrir Víkinga. Víkingar hrukku í gang í seinni hálfleik og tóku stjórn á leiknum. Það var á 50. mínútu þegar að Víkingar tóku horn, boltinn beint á höfuðið á Sölva Geir sem að átti fastan skalla á markið. Brenton þurfti að hafa sig allan við og varði boltann fram hjá markinu. Frábær varsla hjá Brenton. Vestramenn reyndu hvað þeir gátu að sækja að marki Víkinga en þeir náðu bara aldrei að skjóta á mark Víkinga. Ingvar Jónsson hafði lítið að gera í dag. Kristall Máni sannaði í dag af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar í sumar. Pablo í baráttunni.Vísir/Bára Dröfn Það var á 70. mínútu sem að Pablo Punyed á sendingu upp vinstri kantinn á Kristal. Kristall hleypur upp að marki Vestra og tekur snertinguna inn í átt að markinu og setur boltann undir Brenton og þaðan í stöngina og inn, 0-2 fyrir Víkinga. Undarlegt atvik átti sér stað á 78. mínútu leiksins þegar að Nacho sparkaði boltanum frekar laust upp í loftið, boltinn fór í áttina að hans eigin marki og Brenton kom úr markinu og handsamaði boltann. Víkingar kölluðu eftir því að dæmd yrði óbein aukaspyrna en Egill Arnar var ekki á sama máli. Kristall Máni setti seinasta naglann í kistuna á 82. mínútu þegar að Kwame Quee setti boltann á milli hafsenta Vestra þar sem að Kristall hljóp í svæðið og setti boltann snyrtilega fram hjá Brenton í markinu, 0-3 fyrir Víkinga. Kristall Máni átti stórleik.Vísir/Bára Dröfn Fleiri urðu mörkin þó ekki og sanngjarn sigur Víkinga raunin. Fara þeir því áfram í úrslitaleikinn og mæta Skagamönnum á Laugardalsvelli þann 16. október þar sem að leikurinn verður sýndur á Stöð2Sport. Víkingar geta komist í hóp afar fárra liða sem að hafa unnið bæði bikar og deild á sama tímabilinu, en það gerðu KR-ingar seinast fyrir 10 árum. Af hverju unnu Víkingar? Vestri mættu ákveðnir til leiks og gáfu sig alla fram en gæði Víkinga eru einfaldlega of mikil. Þeir voru vel skipulagðir varnarlega og Vestramenn komust aldrei í nein alvöru færi. Hverjir stóðu upp úr? Kristall Máni sannaði af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í dag. Skoraði þrennu og fékk síðan heiðursskiptingu. Ignacio átti frábæran leik í dag og er hálfgerð synd að hann sé ekki að spila í efstu deild. Algjör gæða leikmaður. Hvað gekk illa? Vestri voru í erfiðleikum nálægt marki Víkinga. Þeir áttu ekkert alvöru færi og náðu aldrei að skjóta boltanum. Víkingar voru seinir í gang en það kom svo sem ekki að sök í dag. Egill Arnar, dómari leiksins, hefur verið betri á flautunni. Vestri átti að fá víti í leiknum og við hefðum verið að sjá allt önnur úrslit hér í dag. Hvað gerist næst? Víkingar mæta Skagamönnum á Laugardalsvelli 16. október kl 14:00 þar sem að Sölvi og Kári spila sinn seinasta leik og eru þeir í alvöru færi á að enda ferilinn með „stæl“. Sigurhefðin og karakterinn í strákunum er alveg einstök Arnar Gunnlaugsson var afar glaður eftir leikVísir/Hulda Margrét „Vestra menn voru hrikalega öflugir og vel spilandi, þeir voru líka grjótharðir en við tókum vel á móti þeim. Við þurftum bara 2-3 gæða augnablik frá Kristali til þess að klára þetta. Annars vorum við bara mjög þéttir, við fengum varla skot á okkur. Þetta var ekki besti leikurinn okkar en sigurhefðin og karakterinn í strákunum er alveg einstök“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að leik loknum. Aðspurður út í hvort að Vestri hafi átt að fá víti sagði Arnar að Egill hafi alveg getað dæmt víti en það hefði verið „soft“ dómur. Hann er ánægður með að hans menn hafi ekki staldrað við heldur farið beint í það að refsa. Arnar getur gert liðið að tvöföldum meisturum sigri þeir Skagamenn eftir tvær vikur. „Ég er hrærður að hafa tækifæri til að gera það. Klúbburinn er á mjög góðum stað núna, frábærir stuðningsmenn, frábærir stjórnendur, frábærir leikmenn. Við höfum sannað það núna að karakterinn er í góðu lagi, sem við höfum gert í allt sumar. Gulrótin er að vinna tvöfalt og komast í sögubækurnar“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn Vestri Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira