Fimm ára fangelsi eftir sýknudóm í héraði Kolbeinn Tumi Daðason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. október 2021 16:36 Árásin átti sér stað í nóvember fyrir tæpum þremur árum í Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag en karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára. Í dómi Landsréttar kom fram að karlmanninum hefði verið ljóst að með því að veita konunni stunguáverka í kviðarhol með hnífi gæti honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðingin yrði sú að konan léti lífið. Var karlmanninum því gert að sæta fangelsi í fimm ár. Töldu konuna ekki hafa veitt sér áverkana Í niðurstöðum hins áfrýjaða héraðsdóms segir að þrátt fyrir að margt bendi til þess að ákærði hafi stungið brotaþola hvíli sönnun um sekt ákærða á ákæruvaldinu. Dómurinn taldi að það mikill vafi léki á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Landsréttur segir að framburður vitna hafa mikið sönnunargildi í málinu. Vitni sem komu á vettvang beri á þann veg að konan hafi sagt ákærða hafa valdið stunguáverkanum eða gefið það sterklega til kynna. Læknir sem annaðist brotaþola við komu á neyðarmóttöku, réttarmeinafræðingur og rannsóknarlögreglumaður telja atvik einnig benda í þá átt að konan hafi ekki valdið sér áverkunum sjálf. Hnífstungan hafin yfir skynsamlegan vafa Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að á vettvangi hafi meðal annars fundist blóðugt viskastykki, sem komið hafi verið fyrir inni í eldhússkáp, og ummerki bent til þess að hnífur hafi nýlega verið þveginn. Talið var líklegt að blóðslóð væri til staðar hefði brotaþoli gengið fram í eldhús, þvegið hnífinn sjálf og gengið frá viskastykkinu. Landsréttur segir einnig að nokkuð ósamræmi hafi verið í framburði ákærða en framburður brotaþola fái stoð í skýrslum og frásögnum vitna. Í hinum áfrýjaða dómi er því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið brotaþola með hnífi. Áverkinn er metinn mögulega lífshættulegur og ákærða hafi verið ljóst að langlíklegasta afleiðing háttseminnar yrði bani brotaþola. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Dómsmál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára. Í dómi Landsréttar kom fram að karlmanninum hefði verið ljóst að með því að veita konunni stunguáverka í kviðarhol með hnífi gæti honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðingin yrði sú að konan léti lífið. Var karlmanninum því gert að sæta fangelsi í fimm ár. Töldu konuna ekki hafa veitt sér áverkana Í niðurstöðum hins áfrýjaða héraðsdóms segir að þrátt fyrir að margt bendi til þess að ákærði hafi stungið brotaþola hvíli sönnun um sekt ákærða á ákæruvaldinu. Dómurinn taldi að það mikill vafi léki á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Landsréttur segir að framburður vitna hafa mikið sönnunargildi í málinu. Vitni sem komu á vettvang beri á þann veg að konan hafi sagt ákærða hafa valdið stunguáverkanum eða gefið það sterklega til kynna. Læknir sem annaðist brotaþola við komu á neyðarmóttöku, réttarmeinafræðingur og rannsóknarlögreglumaður telja atvik einnig benda í þá átt að konan hafi ekki valdið sér áverkunum sjálf. Hnífstungan hafin yfir skynsamlegan vafa Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að á vettvangi hafi meðal annars fundist blóðugt viskastykki, sem komið hafi verið fyrir inni í eldhússkáp, og ummerki bent til þess að hnífur hafi nýlega verið þveginn. Talið var líklegt að blóðslóð væri til staðar hefði brotaþoli gengið fram í eldhús, þvegið hnífinn sjálf og gengið frá viskastykkinu. Landsréttur segir einnig að nokkuð ósamræmi hafi verið í framburði ákærða en framburður brotaþola fái stoð í skýrslum og frásögnum vitna. Í hinum áfrýjaða dómi er því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið brotaþola með hnífi. Áverkinn er metinn mögulega lífshættulegur og ákærða hafi verið ljóst að langlíklegasta afleiðing háttseminnar yrði bani brotaþola. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Dómsmál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira