Óhætt er að fullyrða að hálfleiksatriði Ofurskálarinnar laði marga að skjánum þegar keppt er um stærsta hnossið í amerískum fótbolta. Jafnvel fleiri en fótboltinn sjálfur.
Í ár ætla skipuleggjendur leiksins að tjalda öllu til og fá fimm goðsagnir úr hip-hop senunni til að troða upp í hálfleik. Stjörnurnar fimm hafa aldrei áður stigið saman á svið.
Líkt og segir í færslu Pepsi á Twitter skortir ekki verðlaunin sem fimmmenningarnir hafa sópað að sér í gegn um tíðina. Pepsi er helsti styrktaraðili hálfleiksatriðisins.
43 Grammys, 19 No. 1 Billboard albums, 5 epic hitmakers and 1 stage for the #SBLVI #PepsiHalftime show. @nfl @rocnation @nbcsports @drdre @eminem @snoopdogg @maryjblige @kendricklamar pic.twitter.com/C3bh8TdX3a
— Pepsi (@pepsi) September 30, 2021
Ofurskálin fer fram sunnudaginn 13. febrúar næstkomandi á SoFi leikvanginum í Kaliforníu og verður að vanda í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.