Jöfn tækifæri til náms fyrir öll börn Alexandra Briem og Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifa 2. október 2021 09:00 Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni. Forvarnargildið í snemmtækri íhlutun, sem felst í því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann, gengur út á að stuðningur við nemendur sé almennt mikill en ekki bundinn við fjölda greininga með sama hætti og verið hefur. Það dregur úr þörf fyrir greiningar, þó auðvitað verði þær áfram notaðar í þágu markvissari þjónustu án þess að vera forsenda fjármögnunar. Þetta er mikilvægur liður í nýja líkaninu þar sem einnig er lögð áhersla á meiri faglega aðstoð við börn sem þurfa sértækan stuðning og skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvort það fari best á að það sé sálfræðingur, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi, félagsfræðingur eða annar sérfræðingur. Að auki snýst þetta um að horfast í augu við að aðstæður okkar móta tækifæri okkar. Það sýna gögn. Ef við viljum byggja upp réttlátt samfélag sem veitir öllum börnum sömu tækifæri verðum við að taka inn félagslegar breytur sem búa að baki aðstæðum barnanna. Það er líka mikilvægt inntak í þessu líkani með innleiðingu svokallaðs LOI-stuðuls sem stundum er kallaður námstækifærastuðull, (e. Learning opportunity index), en hann er aðferð til að meta félagslegar aðstæður skólahverfa og er fundinn út frá félagslegum breytum í skólaumhverfinu. Þetta nýtist til að að aðlaga skólastarf betur að félagslegum breytileika milli skóla þannig að skólar í viðkvæmu samfélagi geti betur mætt þörfum nemendahópsins. Þannig pössum við upp á að grípa þau sem þess mest þurfa. Önnur lykilbreyting sem felst í nýja úhlutunarlíkaninu er aukið gagnsæi og aukið jafnræði. Það hefur vantað heildarsýn á fjármál grunnskólanna. Við ætlum samhliða þessu að tryggja betra utanumhald um skólana sem rekstrareiningar og fyrirsjáanleika í fjármálum þeirra. Gert er ráð fyrir að í skólunum verði rekstrarstjóri. Sá mun starfa sem undirmaður skólastjóra en bera ábyrgð á gerð fjárhags- og launaáætlunar skólans og almennum rekstrarlegum þáttum. Þannig geta skólastjórar einbeitt sér betur að faglegu starfi skólans og tilhögun kennslu. Einnig er verið að bæta inn í kostnað vegna veikinda svo það sé í takt við rauntölur og miðlægum pottum hefur verið eytt að mestu svo að skólarnir hafi meira forræði yfir eigin fjármunum. Þetta mikilvæga og bráðnauðsynlega líkan sem hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu var unnið í samstarfi fagfólks skólanna og fjármálasérfræðinga. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um fjármögnun grunnskóla Reykjavíkur sem út kom í júní 2019 fjallaði um margt sem þurfti að laga þegar kom að fjármögnun grunnskólanna og við teljum okkur vera að mæta því með þessum breytingum. Við erum hér að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir grunnskólana í samræmi við greiningu á þörf þeirra fyrir kennslu, stuðning og innviði starfs. Hér erum við um leið komin með skýrari ramma um ábyrgð og nýtingu þess fjármagns sem skiptir gríðarmiklu máli. Úthlutunarlíkanið Edda er gífurlega mikið framfaraskref er varðar fjármögnun grunnskóla og utanumhald fjármuna. Það styrkir skólana, styður við skólastjórnendur og fagfólk í sinni sérfræðigrein og setur loks snemmtæka íhlutun og námstækifærastuðulinn LOI á kortið af krafti svo öll megi njóta sömu tækifæra óháð stöðu eða efnahag og svo börn séu gripin sem fyrst sem aukinn stuðning þurfa. Við Píratar erum stolt af þessu líkani sem er vel unnið og mun skipta miklu máli fyrir velferð barnanna okkar og gæði menntunar. Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Borgarstjórn Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni. Forvarnargildið í snemmtækri íhlutun, sem felst í því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann, gengur út á að stuðningur við nemendur sé almennt mikill en ekki bundinn við fjölda greininga með sama hætti og verið hefur. Það dregur úr þörf fyrir greiningar, þó auðvitað verði þær áfram notaðar í þágu markvissari þjónustu án þess að vera forsenda fjármögnunar. Þetta er mikilvægur liður í nýja líkaninu þar sem einnig er lögð áhersla á meiri faglega aðstoð við börn sem þurfa sértækan stuðning og skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvort það fari best á að það sé sálfræðingur, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi, félagsfræðingur eða annar sérfræðingur. Að auki snýst þetta um að horfast í augu við að aðstæður okkar móta tækifæri okkar. Það sýna gögn. Ef við viljum byggja upp réttlátt samfélag sem veitir öllum börnum sömu tækifæri verðum við að taka inn félagslegar breytur sem búa að baki aðstæðum barnanna. Það er líka mikilvægt inntak í þessu líkani með innleiðingu svokallaðs LOI-stuðuls sem stundum er kallaður námstækifærastuðull, (e. Learning opportunity index), en hann er aðferð til að meta félagslegar aðstæður skólahverfa og er fundinn út frá félagslegum breytum í skólaumhverfinu. Þetta nýtist til að að aðlaga skólastarf betur að félagslegum breytileika milli skóla þannig að skólar í viðkvæmu samfélagi geti betur mætt þörfum nemendahópsins. Þannig pössum við upp á að grípa þau sem þess mest þurfa. Önnur lykilbreyting sem felst í nýja úhlutunarlíkaninu er aukið gagnsæi og aukið jafnræði. Það hefur vantað heildarsýn á fjármál grunnskólanna. Við ætlum samhliða þessu að tryggja betra utanumhald um skólana sem rekstrareiningar og fyrirsjáanleika í fjármálum þeirra. Gert er ráð fyrir að í skólunum verði rekstrarstjóri. Sá mun starfa sem undirmaður skólastjóra en bera ábyrgð á gerð fjárhags- og launaáætlunar skólans og almennum rekstrarlegum þáttum. Þannig geta skólastjórar einbeitt sér betur að faglegu starfi skólans og tilhögun kennslu. Einnig er verið að bæta inn í kostnað vegna veikinda svo það sé í takt við rauntölur og miðlægum pottum hefur verið eytt að mestu svo að skólarnir hafi meira forræði yfir eigin fjármunum. Þetta mikilvæga og bráðnauðsynlega líkan sem hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu var unnið í samstarfi fagfólks skólanna og fjármálasérfræðinga. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um fjármögnun grunnskóla Reykjavíkur sem út kom í júní 2019 fjallaði um margt sem þurfti að laga þegar kom að fjármögnun grunnskólanna og við teljum okkur vera að mæta því með þessum breytingum. Við erum hér að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir grunnskólana í samræmi við greiningu á þörf þeirra fyrir kennslu, stuðning og innviði starfs. Hér erum við um leið komin með skýrari ramma um ábyrgð og nýtingu þess fjármagns sem skiptir gríðarmiklu máli. Úthlutunarlíkanið Edda er gífurlega mikið framfaraskref er varðar fjármögnun grunnskóla og utanumhald fjármuna. Það styrkir skólana, styður við skólastjórnendur og fagfólk í sinni sérfræðigrein og setur loks snemmtæka íhlutun og námstækifærastuðulinn LOI á kortið af krafti svo öll megi njóta sömu tækifæra óháð stöðu eða efnahag og svo börn séu gripin sem fyrst sem aukinn stuðning þurfa. Við Píratar erum stolt af þessu líkani sem er vel unnið og mun skipta miklu máli fyrir velferð barnanna okkar og gæði menntunar. Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun