Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur Árni Sæberg skrifar 1. október 2021 21:39 Landsréttur dæmdi karlmann í skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi. Landsréttur kvað upp dóm yfir manninum upp í dag. Rétturinn dæmdi á grundvelli vitnisburðar mæðgnanna þrátt fyrir að konan hafi ekki komið fyrir dóm til að veita vitnisburð sinn vegna tengsla hennar við manninn. Landsréttur tekur fram í niðurstöðum sínum að framburður vitnis sem gefur einungis skýrslu fyrir lögreglu en ekki dómi hafi sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Hafi komið heim ölvaður eftir tveggja daga fjarveru Í skýrslu konunnar fyrir lögreglu kemur fram að maðurinn hefði komið heim eftir tveggja daga fjarveru. Hann hefði verið með læti og kastað til pottum og öðrum hlutum í eldhúsi, kallað konuna illum nöfnum og óskað þess að hún væri dauð. Hann hefði sagt henni að drulla sér út eða hann myndi drepa hana. Hann hefði sakað hana um framhjáhald og haft í hótunum við hana Í skýrslu dótturinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tekin var í Barnahúsi sökum ungs aldur hennar, segir að maðurinn hafi komið heim ölvaður og ráðist að konunni. Ákærður fyrir brot í nánu sambandi Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en refsirammi við slíku broti er öllu rýmri en refsirammi líkamsárásarbrots. Skilyrði hegningarlagaákvæðis um brot í nánu sambandi er meðal annars að gerandi hafi endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð meðal annars maka og barna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að móðga eða smána maka sinn og barn. Slíkt brot getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér að ofan er lýst. Hins vegar taldi Landsréttur, ólíkt héraðsdómi, að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni og brot gegn ákvæðum barnaverndalaga um vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum. Einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa þrívegis ekið bifreið ófær um að stjórna henni sökum áhrifa ávana- og fíkniefna. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir vörslu fíkniefna en lögregla fann alsælu og kókaín á honum við leit og gerði upptækt. Fyrir þau brot var manninum dæmd 700 þúsund króna sekt og tveggja ára sviptingu ökuréttinda. Maðurinn fór ekki fram á það að Landsréttur hnekkti dómi héraðsdóms og því var hann staðfestur. Sem áður segir bætist þriggja mánaða skilorðsbundin refsing við sekt og sviptingu ökuréttinda. Þá var manninum gert að greiða allan málskostnað, ríflega 1,6 milljón króna. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm yfir manninum upp í dag. Rétturinn dæmdi á grundvelli vitnisburðar mæðgnanna þrátt fyrir að konan hafi ekki komið fyrir dóm til að veita vitnisburð sinn vegna tengsla hennar við manninn. Landsréttur tekur fram í niðurstöðum sínum að framburður vitnis sem gefur einungis skýrslu fyrir lögreglu en ekki dómi hafi sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Hafi komið heim ölvaður eftir tveggja daga fjarveru Í skýrslu konunnar fyrir lögreglu kemur fram að maðurinn hefði komið heim eftir tveggja daga fjarveru. Hann hefði verið með læti og kastað til pottum og öðrum hlutum í eldhúsi, kallað konuna illum nöfnum og óskað þess að hún væri dauð. Hann hefði sagt henni að drulla sér út eða hann myndi drepa hana. Hann hefði sakað hana um framhjáhald og haft í hótunum við hana Í skýrslu dótturinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tekin var í Barnahúsi sökum ungs aldur hennar, segir að maðurinn hafi komið heim ölvaður og ráðist að konunni. Ákærður fyrir brot í nánu sambandi Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en refsirammi við slíku broti er öllu rýmri en refsirammi líkamsárásarbrots. Skilyrði hegningarlagaákvæðis um brot í nánu sambandi er meðal annars að gerandi hafi endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð meðal annars maka og barna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að móðga eða smána maka sinn og barn. Slíkt brot getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér að ofan er lýst. Hins vegar taldi Landsréttur, ólíkt héraðsdómi, að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni og brot gegn ákvæðum barnaverndalaga um vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum. Einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa þrívegis ekið bifreið ófær um að stjórna henni sökum áhrifa ávana- og fíkniefna. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir vörslu fíkniefna en lögregla fann alsælu og kókaín á honum við leit og gerði upptækt. Fyrir þau brot var manninum dæmd 700 þúsund króna sekt og tveggja ára sviptingu ökuréttinda. Maðurinn fór ekki fram á það að Landsréttur hnekkti dómi héraðsdóms og því var hann staðfestur. Sem áður segir bætist þriggja mánaða skilorðsbundin refsing við sekt og sviptingu ökuréttinda. Þá var manninum gert að greiða allan málskostnað, ríflega 1,6 milljón króna.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira