124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 10:17 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vllhelm Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. Hættustig er í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna úrkomu og skriðuhættu auk þess sem að óvissustig hefur verið lýst yfir á Tröllaskaga. Líkt og Vísir sagði frá í morgun hefur verið mikið að gera hjá slökkviliði og björgunarsveitum á Ólafsfirði við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Rigningin hefur verið með mesta móti á Ólafsfirði, eða 124 millimetrar síðasta sólarhring. „Allt sem er komið nálægt 100 millimetrum telst mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er alveg í kringum fjóra millimetra á klukkutíma. Það er náttúrulega ansi mikið.“ Dregið hefur úr úrkomunni og kólnar á morgun Aurskriður hafa fallið í Þingeyjarsveit og var tekin ákvörðun um að rýma fimm bæi í Kinn og Útkinn. Þorsteinn segir að það hafi nú þegar hafi dregið úr úrkomunni. Hins vegar séu gular veðurviðvaranir í gildi á svæðunum til miðnættis, því að hættan á skriðuföllum sé enn fyrir hendi. „Við erum ennþá með þessa yfirvofandi hættu að það geti farið eitthvað af stað þó að það hafi dregið úr úrkomu. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að sjatna. Við verðum að fylgjast með þessu áfram. Við til öryggis settum úrkomuviðvörunina alveg til miðnættis, þó að það sé engin úrkoma núna til að vara við núna þá er það aðallega afleiðingar hennar,“ segir Þorsteinn. Mögulegt er að veðrið næstu daga muni hjálpa til við að draga úr hættunni sem fylgt hefur úrkomunni. „Það er að kólna aðeins á morgun, það er spurning hvort að það verði ekki til þess að ástandið verði stöðugra. Það er heldur svalara veður og frystir þá í fjöllin þarna.“ Veðurhorfur á landinu Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en heldur hvassara við fjöll vestanlands og á Suðausturlandi. Rignir víða um land, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu á morgun, en birtir til syðra og heldur svalara. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands, úrkomulaust að kalla NV-til, en austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið, en annars hægara og þurrt. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, víða rigningu og milt veður, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Veður Fjallabyggð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira
Hættustig er í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna úrkomu og skriðuhættu auk þess sem að óvissustig hefur verið lýst yfir á Tröllaskaga. Líkt og Vísir sagði frá í morgun hefur verið mikið að gera hjá slökkviliði og björgunarsveitum á Ólafsfirði við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Rigningin hefur verið með mesta móti á Ólafsfirði, eða 124 millimetrar síðasta sólarhring. „Allt sem er komið nálægt 100 millimetrum telst mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er alveg í kringum fjóra millimetra á klukkutíma. Það er náttúrulega ansi mikið.“ Dregið hefur úr úrkomunni og kólnar á morgun Aurskriður hafa fallið í Þingeyjarsveit og var tekin ákvörðun um að rýma fimm bæi í Kinn og Útkinn. Þorsteinn segir að það hafi nú þegar hafi dregið úr úrkomunni. Hins vegar séu gular veðurviðvaranir í gildi á svæðunum til miðnættis, því að hættan á skriðuföllum sé enn fyrir hendi. „Við erum ennþá með þessa yfirvofandi hættu að það geti farið eitthvað af stað þó að það hafi dregið úr úrkomu. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að sjatna. Við verðum að fylgjast með þessu áfram. Við til öryggis settum úrkomuviðvörunina alveg til miðnættis, þó að það sé engin úrkoma núna til að vara við núna þá er það aðallega afleiðingar hennar,“ segir Þorsteinn. Mögulegt er að veðrið næstu daga muni hjálpa til við að draga úr hættunni sem fylgt hefur úrkomunni. „Það er að kólna aðeins á morgun, það er spurning hvort að það verði ekki til þess að ástandið verði stöðugra. Það er heldur svalara veður og frystir þá í fjöllin þarna.“ Veðurhorfur á landinu Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en heldur hvassara við fjöll vestanlands og á Suðausturlandi. Rignir víða um land, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu á morgun, en birtir til syðra og heldur svalara. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands, úrkomulaust að kalla NV-til, en austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið, en annars hægara og þurrt. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, víða rigningu og milt veður, en þurrt að kalla á Norðausturlandi.
Veður Fjallabyggð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira
„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02
Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32