Erlent

Vill koma fleiri nauðgurum bakvið lás og slá

Samúel Karl Ólason skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir vanda dómskerfis landsins ekki bara snúa að fjármagni.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir vanda dómskerfis landsins ekki bara snúa að fjármagni. EPA/NEIL HALL

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að dómskerfi landsins hefði ekki reynst fórnarlömbum nauðgana vel. Johnson hét því að gera endurbætur svo fleiri nauðgarar enduðu bakvið lás og slá.

Tilefni ummæla forsætisráðherrans er dómur lögregluþjónsins Wayne Couzens í vikunni. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga og myrða Söruh Everard.

Sjá einnig: Sagði óbærilegt að hugsa um síðustu stundir dóttur sinnar

Johnson sagði fórnarlömb nauðgana þurfa betri þjónustu hjá lögreglu. Að allt of margar konu þyrftu að bíða of lengi eftir því að mál sem að þeim snúa séu tekin fyrir, samkvæmt frétt Sky News. Það væri ekki eingöngu vegna skorts á fjármagni heldur einnig vegna skorts á samvinnu lögreglu og saksóknara þegar komi að nauðgunarmálum.

Guardian segir að í Bretlandi endi einungis tvö prósent allra tilkynntra nauðgana með sakfellingu. Þar að auki hafi sakfellingum í nauðgunarmálum fækkað verulega á undanförnum árum og tilkynningar um kynferðislegt áreiti séu lítið og illa rannsakaðar.

Ríkisstjórn Johnsons og lögreglan í Bretlandi hefur verið undir nokkrum þrýstingi verða morðs Söruh Everard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×