Skotsvæðið Álfsnesi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 20:30 Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. Þannig var reynt að daga úr hávaðamengun sem kvartað hefur verið undan. Eins þá hafa félögin sjálf bannað skot sem innihalda blý í til þess að koma í veg fyrir mengun. Leyfið hefur nú verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Því er starfsemi skotfélaganna óheimili á Álfsnesi. Ólympísk íþrótt Við erum ávalt stolt af okkar fólki sem keppir á Ólympíuleikunum og það er ekki langt síðan ég skrifaði grein um það aðstöðuleysi sem frjálsíþróttafólkið okkar býr við hér í Reykjavík. Á síðustu Ólympíuleikum áttum við keppanda í skotfimi sem stóð sig með stakri prýði og virkilega gaman var að fylgjast með. Það sjá það auðvitað allir hversu slæmt það er þegar ekki er til keppnis- og æfingaaðstaða í stærsta sveitarfélagi landsins fyrir íþrótt sem stunduð er af jafn mörgum líkt og á við um skotfimi. Þess má einnig geta að Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og hefur haft aðstöðu víða í borgarlandinu. Skothúsvegur dregur nafn sitt af gömlu æfingasvæði félagsins. Við verðum að geta boðið þeim sem búa í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta aðstöðu til þess að stunda íþróttir. Við erum öll ólík og sækjumst eftir ólíkum hlutum. Við verðum að passa að þeir fjölmennu hópar sem vilja stunda ólíkar íþróttir geti gert það. Finnum lausn í apríl þá lögðum við Sjálfstæðismenn í borgarráði fram tillögu um það að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Lagt var til að hópurinn væri skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Lögðum við til að samráðshópurinn myndi skila tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. Því miður þá höfum við ekkert heyrt af þessari tillögu okkar sem er bagalegt því ef eftir henni hefði verið unnið þá væri málið eflaust ekki í þeim hnút sem það er núna. Því það eru ekki mörg mál sem ekki er hægt að leysa með samráði og samtali. Á málinu þarf að finnast lausn sem fyrst, ef breyta á skipulagi fyrir svæðið til þess að leyfa starfsemina á því áfram þá verður að byrja þá vinnu strax þar sem hún er tímafrek. Ef ekki er hægt að ná sátt um staðsetninguna á Álfsnesi sem er á skipulögðu hafnar- og iðnaðarsvæði þá verður að finna þegar í stað aðra staðsetningu og á meðan verið er að flytja starfsemina þá þarf að finna leið til þess að hafa opið í Álfsnesi því flutningar á nýtt svæði taka langan tíma og eru gríðarlega kostnaðarsamir. Þar verður Reykjavíkurborg að stíga inn í, í raun er það þannig að Reykjavíkurborg er með öll spil á hendi og það er þeirra að taka næstu skref. Hvaða spilum sem verður spilað út þá verður að finna lausn sem allir eru sáttir við. Hvort svo sem það sé breytt skipulag og áframhaldandi starfsemi þessa félaga á svæðinu í Álfsnesi með betri hávaðamönum þannig að þeir sem búa næst svæðinu verði ekki jafn mikið varir við starfsemina eða hvort verði að finna nýja staðsetningu. Lausn þarf að finnast sem fyrst og um hana þarf að ríkja sátt. Sátt við þá sem búa nálægt svæðinu og sátt við þá sem stunda sína íþrótt á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skotíþróttir Sjálfstæðisflokkurinn Valgerður Sigurðardóttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. Þannig var reynt að daga úr hávaðamengun sem kvartað hefur verið undan. Eins þá hafa félögin sjálf bannað skot sem innihalda blý í til þess að koma í veg fyrir mengun. Leyfið hefur nú verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Því er starfsemi skotfélaganna óheimili á Álfsnesi. Ólympísk íþrótt Við erum ávalt stolt af okkar fólki sem keppir á Ólympíuleikunum og það er ekki langt síðan ég skrifaði grein um það aðstöðuleysi sem frjálsíþróttafólkið okkar býr við hér í Reykjavík. Á síðustu Ólympíuleikum áttum við keppanda í skotfimi sem stóð sig með stakri prýði og virkilega gaman var að fylgjast með. Það sjá það auðvitað allir hversu slæmt það er þegar ekki er til keppnis- og æfingaaðstaða í stærsta sveitarfélagi landsins fyrir íþrótt sem stunduð er af jafn mörgum líkt og á við um skotfimi. Þess má einnig geta að Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og hefur haft aðstöðu víða í borgarlandinu. Skothúsvegur dregur nafn sitt af gömlu æfingasvæði félagsins. Við verðum að geta boðið þeim sem búa í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta aðstöðu til þess að stunda íþróttir. Við erum öll ólík og sækjumst eftir ólíkum hlutum. Við verðum að passa að þeir fjölmennu hópar sem vilja stunda ólíkar íþróttir geti gert það. Finnum lausn í apríl þá lögðum við Sjálfstæðismenn í borgarráði fram tillögu um það að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Lagt var til að hópurinn væri skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Lögðum við til að samráðshópurinn myndi skila tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. Því miður þá höfum við ekkert heyrt af þessari tillögu okkar sem er bagalegt því ef eftir henni hefði verið unnið þá væri málið eflaust ekki í þeim hnút sem það er núna. Því það eru ekki mörg mál sem ekki er hægt að leysa með samráði og samtali. Á málinu þarf að finnast lausn sem fyrst, ef breyta á skipulagi fyrir svæðið til þess að leyfa starfsemina á því áfram þá verður að byrja þá vinnu strax þar sem hún er tímafrek. Ef ekki er hægt að ná sátt um staðsetninguna á Álfsnesi sem er á skipulögðu hafnar- og iðnaðarsvæði þá verður að finna þegar í stað aðra staðsetningu og á meðan verið er að flytja starfsemina þá þarf að finna leið til þess að hafa opið í Álfsnesi því flutningar á nýtt svæði taka langan tíma og eru gríðarlega kostnaðarsamir. Þar verður Reykjavíkurborg að stíga inn í, í raun er það þannig að Reykjavíkurborg er með öll spil á hendi og það er þeirra að taka næstu skref. Hvaða spilum sem verður spilað út þá verður að finna lausn sem allir eru sáttir við. Hvort svo sem það sé breytt skipulag og áframhaldandi starfsemi þessa félaga á svæðinu í Álfsnesi með betri hávaðamönum þannig að þeir sem búa næst svæðinu verði ekki jafn mikið varir við starfsemina eða hvort verði að finna nýja staðsetningu. Lausn þarf að finnast sem fyrst og um hana þarf að ríkja sátt. Sátt við þá sem búa nálægt svæðinu og sátt við þá sem stunda sína íþrótt á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar