Innlent

Enginn skóli á morgun: Stofnanir á Húsa­vík lokaðar vegna smita

Árni Sæberg skrifar
Húsavík, við Skjálfanda.
Húsavík, við Skjálfanda. Vísir/Vilhelm

Skólahald í Borgarhólsskóla á Húsavík fellur niður á morgun og þriðjudag vegna kórónuveirusmita meðal nemenda og starfsfólks. Þá verður Stjórnsýsluhúsið í bænum einnig lokað á morgun vegna smits.

Í tilkynningu á vefsíðu Borgarhólsskóla segir að smitrakning standi nú yfir og að staðan verði endurmetin á þriðjudag. Hvorki nemendur né starfsfólk mæti til vinnu.

Skólastjórnendur mælist til þess að fólk haldi sig til hlés, forðist hópamyndun og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart.

„Nú reynir á að sýna skynsemi, úthald og æðruleysi. Sömuleiðis hvetjum við alla til að viðhafa persónulegar sóttvarnir; spritta og spritta,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningu Stjórnsýsluhússins segir að einhver fjöldi starfsmanna sé kominn í sóttkví vegna smits. Framhaldið muni skýrast frekar á morgun og vonast sé til að unnt verði að opna aftur fyrir þjónustu á þriðjudag.

„Við hvetjum alla til að fara varlega og gæta sérstaklega að sóttvörnum,“ segir í lok tilkynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×