Líklegt að hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér Eiður Þór Árnason skrifar 4. október 2021 10:44 Gera má ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á. vísir/vilhelm Ekkert lát hefur verið á hækkunum íbúðaverðs en staðan er önnur á leigumarkaði þar sem hóflegri verðhækkanir hafa mælst. Þá hefur leiguverð í einhverjum tilfellum lækkað samkvæmt nýjum samningum. Samkvæmt nýjustu gögnum um verðþróun á leigumarkaði mældist 12 mánaða hækkun leigu 3,5% í ágúst ef miðað er við nýja samningum. Hefur leiga þar með hækkað um 0,2% umfram verðlag þar sem almennt verðlag í landinu án húsnæðis hækkaði um 3,3% á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en frá því í maí 2020 hefur mælst nær stöðug lækkun á leigu milli ára umfram almennt verðlag. Að sögn hagfræðideildar bankans fylgjast kaup- og leiguverð íbúða jafnan að til lengri tíma litið. Því sé ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. Arðsemi íbúðakaupa til útleigu sennilega minnkað Mest var lækkunin á leiguverði í febrúar, 7% milli ára. Að jafnaði hefur raunverð leigu lækkað um 2,2% milli ára á fyrstu 8 mánuðum ársins. Á sama tíma mælist veruleg hækkun á íbúðaverði umfram almennt verðlag og mældist 12 mánaða raunhækkun íbúðaverðs í fjölbýli 11,3% núna í ágúst. „Við sjáum muninn á leigu- og kaupverði íbúða aukast sem gerir það að verkum að arðsemi þess að kaupa íbúð til þess að leigja hana út hefur að líkindum minnkað,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gæti hæglega breyst Má gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á, meðal annars vegna þess að færra fólk flutti hingað til lands til að starfa en í venjulegu árferði. Einnig hafi margir leigjendur getað nýtt sér betri lánskjör þegar vextir lækkuðu og fest kaup á íbúð. Það er þó ekki einungis eftirspurn sem hefur dregist saman og kælt leigumarkaðinn, að sögn Landsbankans, heldur er líklegt að framboð hafi einnig aukist. Það hafi meðal annars komið til vegna fækkunar ferðamanna og tilheyrandi samdrætti í skammtímaútleigu á borð við Airbnb. Þá er talið að einhverjar íbúðir gætu hafa ratað í almenna leigu og þar með aukið framboð leiguhúsnæðis. Einnig hafa stjórnvöld beitt sér fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eykur verulega framboð leiguhúsnæðis til almennings. Telur hagfræðideild Landsbankans að staðan geti breyst þegar fram í sækir og spenna aukist að nýju á leigumarkaði, sér í lagi þegar atvinnulífið kemst í samt horf og fleira fólk streymir hingað til lands til starfa. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Samkvæmt nýjustu gögnum um verðþróun á leigumarkaði mældist 12 mánaða hækkun leigu 3,5% í ágúst ef miðað er við nýja samningum. Hefur leiga þar með hækkað um 0,2% umfram verðlag þar sem almennt verðlag í landinu án húsnæðis hækkaði um 3,3% á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en frá því í maí 2020 hefur mælst nær stöðug lækkun á leigu milli ára umfram almennt verðlag. Að sögn hagfræðideildar bankans fylgjast kaup- og leiguverð íbúða jafnan að til lengri tíma litið. Því sé ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. Arðsemi íbúðakaupa til útleigu sennilega minnkað Mest var lækkunin á leiguverði í febrúar, 7% milli ára. Að jafnaði hefur raunverð leigu lækkað um 2,2% milli ára á fyrstu 8 mánuðum ársins. Á sama tíma mælist veruleg hækkun á íbúðaverði umfram almennt verðlag og mældist 12 mánaða raunhækkun íbúðaverðs í fjölbýli 11,3% núna í ágúst. „Við sjáum muninn á leigu- og kaupverði íbúða aukast sem gerir það að verkum að arðsemi þess að kaupa íbúð til þess að leigja hana út hefur að líkindum minnkað,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gæti hæglega breyst Má gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á, meðal annars vegna þess að færra fólk flutti hingað til lands til að starfa en í venjulegu árferði. Einnig hafi margir leigjendur getað nýtt sér betri lánskjör þegar vextir lækkuðu og fest kaup á íbúð. Það er þó ekki einungis eftirspurn sem hefur dregist saman og kælt leigumarkaðinn, að sögn Landsbankans, heldur er líklegt að framboð hafi einnig aukist. Það hafi meðal annars komið til vegna fækkunar ferðamanna og tilheyrandi samdrætti í skammtímaútleigu á borð við Airbnb. Þá er talið að einhverjar íbúðir gætu hafa ratað í almenna leigu og þar með aukið framboð leiguhúsnæðis. Einnig hafa stjórnvöld beitt sér fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eykur verulega framboð leiguhúsnæðis til almennings. Telur hagfræðideild Landsbankans að staðan geti breyst þegar fram í sækir og spenna aukist að nýju á leigumarkaði, sér í lagi þegar atvinnulífið kemst í samt horf og fleira fólk streymir hingað til lands til starfa.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira