Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 14:57 Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, er meðal þeirra sem er nefndur í Pandóruskjölunum, en hann stendur nú í miðri kosningarbaráttu. Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. Að því er kemur fram í frétt á vef alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, hafa stjórnvöld í Pakistan, Mexíkó, Brasilíu, Sri Lanka, Ástralíu, Panama, Tékklandi og á Spáni lofað því að hefja rannsókn á fjármálaumsvifum hátt settra aðila þar í landi. Pandóruskjölin, stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, afhjúpuðu leynileg auðæfi margs valdamesta fólks heims. Í gögnunum má finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Meðal þeirra sem koma fram í skjölunum er Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, og Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands. The #PandoraPapers is the most expansive leak of tax haven files in history and reveals the secret offshore holdings of more than 300 politicians and public officials from more than 90 countries and territories.Here's a look at the Power Players https://t.co/i58Toe7OEi pic.twitter.com/45wsF9gwDK— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Yfirvöld í Tékklandi greindu frá því fyrr í dag að þau kæmu til með að rannsaka forsætisráðherrann, sem stendur nú í miðri kosningabaráttu og leyndi því að hann ætti ríflega 2,8 milljarða króna sveitasetur. Þá muni yfirvöld rannsaka alla aðra tékkneska ríkisborgara sem fram koma í skjölunum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, greindi frá því í gær að yfirvöld myndu rannsaka alla þá sem fram komu í skjölunum. Meðal þeirra sem komu fram í skjölunum voru aðilar úr innsta hring Khan, þar á meðal fjármálaráðherra hans. Í Panama verður komið á eftirliti með þjónustuaðilum sem koma fram í skjölunum, til að mynda lögfræðifyrirtækið Alcogal. Þá munu allir skattgreiðendur í Panama þurfa að sæta endurskoðun ef þeirra er getið í skjölunum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Brasilíu, Alessandri Milin, tilkynnti í gær að hann myndi koma til með að óska eftir að lögregla muni rannsaka aflandsstarfsemi fjármálaráðherrans Paulo Guedes, og seðlabankastjórans Roberto Campos Neto. Í Srí Lanka sögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að nefnd sem rannsakar ásakanir um mútur eða spillingu þurfi að kanna þá aðila sem fram koma í skjölunum. Nirupama Rajapaksa, fyrrverandi ráðherra, er einn af fjölmörgum stjórnmálamönnum í landinu sem koma fram í skjölunum. Spænsk skattyfirvöld hafa tilkynnt að þau muni rannsaka mögulega glæpi einstaklinga sem koma fram í skjölunum. Slíkt hið sama verður gert í Mexíkó. Áströlsk yfirvöld munu einnig rannsaka hvort upp komi tengsl við Ástrali í skjölunum. Nokkrir hátt settir einstaklingar sem finna má í skjölunum hafa svarað fyrir sig og má þar til að mynda nefna fjármálaráðherra Hollands, Wopke Hoeksta, fjármálaráðherra Pakistan, Shaukat Tarin, og fyrrum forseta Panama, Ricardo Martinelli. There's also been reactions, and some commitments made, by officials in Jordan, Australia, Sri Lanka, Mexico, Spain, Brazil and Panama.More on the swift fallout to emerge following the first day of #PandoraPapers revelations here: https://t.co/jYBTX0kJb5— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Tékkland Pakistan Panama Brasilía Srí Lanka Pandóruskjölin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt á vef alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, hafa stjórnvöld í Pakistan, Mexíkó, Brasilíu, Sri Lanka, Ástralíu, Panama, Tékklandi og á Spáni lofað því að hefja rannsókn á fjármálaumsvifum hátt settra aðila þar í landi. Pandóruskjölin, stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, afhjúpuðu leynileg auðæfi margs valdamesta fólks heims. Í gögnunum má finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Meðal þeirra sem koma fram í skjölunum er Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, og Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands. The #PandoraPapers is the most expansive leak of tax haven files in history and reveals the secret offshore holdings of more than 300 politicians and public officials from more than 90 countries and territories.Here's a look at the Power Players https://t.co/i58Toe7OEi pic.twitter.com/45wsF9gwDK— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Yfirvöld í Tékklandi greindu frá því fyrr í dag að þau kæmu til með að rannsaka forsætisráðherrann, sem stendur nú í miðri kosningabaráttu og leyndi því að hann ætti ríflega 2,8 milljarða króna sveitasetur. Þá muni yfirvöld rannsaka alla aðra tékkneska ríkisborgara sem fram koma í skjölunum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, greindi frá því í gær að yfirvöld myndu rannsaka alla þá sem fram komu í skjölunum. Meðal þeirra sem komu fram í skjölunum voru aðilar úr innsta hring Khan, þar á meðal fjármálaráðherra hans. Í Panama verður komið á eftirliti með þjónustuaðilum sem koma fram í skjölunum, til að mynda lögfræðifyrirtækið Alcogal. Þá munu allir skattgreiðendur í Panama þurfa að sæta endurskoðun ef þeirra er getið í skjölunum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Brasilíu, Alessandri Milin, tilkynnti í gær að hann myndi koma til með að óska eftir að lögregla muni rannsaka aflandsstarfsemi fjármálaráðherrans Paulo Guedes, og seðlabankastjórans Roberto Campos Neto. Í Srí Lanka sögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að nefnd sem rannsakar ásakanir um mútur eða spillingu þurfi að kanna þá aðila sem fram koma í skjölunum. Nirupama Rajapaksa, fyrrverandi ráðherra, er einn af fjölmörgum stjórnmálamönnum í landinu sem koma fram í skjölunum. Spænsk skattyfirvöld hafa tilkynnt að þau muni rannsaka mögulega glæpi einstaklinga sem koma fram í skjölunum. Slíkt hið sama verður gert í Mexíkó. Áströlsk yfirvöld munu einnig rannsaka hvort upp komi tengsl við Ástrali í skjölunum. Nokkrir hátt settir einstaklingar sem finna má í skjölunum hafa svarað fyrir sig og má þar til að mynda nefna fjármálaráðherra Hollands, Wopke Hoeksta, fjármálaráðherra Pakistan, Shaukat Tarin, og fyrrum forseta Panama, Ricardo Martinelli. There's also been reactions, and some commitments made, by officials in Jordan, Australia, Sri Lanka, Mexico, Spain, Brazil and Panama.More on the swift fallout to emerge following the first day of #PandoraPapers revelations here: https://t.co/jYBTX0kJb5— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021
Tékkland Pakistan Panama Brasilía Srí Lanka Pandóruskjölin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira