Lífið

Dorrit keypti tíu verk Sunnevu á einu bretti

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Forsetafrúin fyrrverandi er mikill listunnandi og greinilega mjög hrifin af verkum listakonunnar Sunnevu Ásu Weisshappel. 
Forsetafrúin fyrrverandi er mikill listunnandi og greinilega mjög hrifin af verkum listakonunnar Sunnevu Ásu Weisshappel. 

„Þeir sem misstu af tækifærinu þurfa bara að bíða, því ég er bara rétt að byrja.“ segir listakonan Sunneva Ása Weisshappel á Facebook síðu sinni. 

Öll 36 listaverk Sunnevu Ásu seldust upp á listasýningu hennar og þakkar hún fyrir stuðninginn á Facebook síðu sinni í gær. 

Sérstaklega þakkar hún fyrrum forsetafrúnni Dorrit Moussaieff sem keypti hvorki meira né minna en tíu listaverk af Sunnevu á einu bretti. 

Facebookfærslu Sunnevu í heild sinni er hægt að sjá hér fyrir neðan:

„Ég þakka innilega góðan stuðning og frábærar viðtökur við listaverkarýmingunni hjá mér, en öll þau málverk, myndir og teikningar sem ég átti til (36 verk) eru komin með nýja eigendur, sýningarými og heimili.

Sérstaklega við ég þakka Dorrit Moussaieff sem keypti af mér 10 málverk á einu bretti!!! Nánast alla einkasýninguna mína, Undirlög, sem sýnd var í Gallarí Þulu fyrr á þessu ári.

Það er mjög hvetjandi að hefja nýjan kafla í lífinu, eftir að hafa hreinsað til, en ég var að byrja í mastersnámi í myndlist í Goldsmith. Núna er ég að finna hvað ég vil einblýna á og flytja til London með brennandi trú á listina og mikilvægi hennar. Þeir sem misstu af tækifærinu þurfa bara að bíða, því ég er bara rétt að byrja.“

Sunneva Ása er kærasta kvikmyndagerðarmannsins Baltasars Kormáks en hún vakti mikla athygli fyrir leikmyndahönnun sína í Netflix þáttaröðinni KATLA. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.