Bronsið í stærstu vaxtarræktarleikum heims er bara byrjunin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 21:15 Gummi Emil æfði tvisvar á dag, sex daga vikunnar fyrir mótið. vísir/arnar Íslendingur sem vann til bronsverðlauna í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims er gríðarlega sáttur með árangurinn. Hann stefnir að sjálfsögðu að gullinu á næsta ári. Sex Íslendingar kepptu á einu stærsta vaxtarræktarmóti heims um helgina, sem heitir eftir þekktasta vaxtaræktarkappa heims, Arnold Schwarzenegger. Þeim gekk misvel en einn þeirra náði bronsverðlaunum í ungmennaflokki. Hann er eðlilega sáttur með árangurinn: „Jú, mjög sáttur með þetta. Þetta er búið að vera langt ferli, mjög skemmtilegt en mjög krefjandi,” segir Guðmundur Emil Jóhannsson, eða Gummi eins og hann er iðulega kallaður. Hann hefur verið heltekinn af líkamsrækt síðustu árin og ákvað ungur að gera hana að lífsviðurværi sínu og starfar nú sem einkaþjálfari. Við ræddum við Gumma í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sýndi okkur hvernig menn haga sér á vaxtarræktarmóti og fór meðal annars létt með að lyfta sjötíu kílóa handlóði af jörðinni sem fréttamaður gat varla haggað. Æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar Gummi er með góðan bakgrunn í kraftlyftingum en ákvað með fimmtán vikna fyrirvara að skrá sig á vaxtarræktarmótið. „Þannig þá byrjaði maður bara alveg á fullu að æfa tvisvar á dag, sex daga vikunnar í fimmtán vikur. Þannig það var bara agi og rútína. Ekkert áfengi og bara alltaf að borða það sama,” segir Gummi. „En maður hafði samt gaman að þessu sko. Þetta var ekkert extrem erfitt nema kannski síðustu þrjár, fjórar vikurnar.“ Brons núna en bikar næst Gummi ætlar að taka þátt á mótinu aftur að ári liðnu. Stefnir hann ekki á medalíu þar líka? „Þá stefni ég á bikar. Eða, stefni ekkert að því… Ég tek bikar. Hundrað prósent,“ segir hann fullviss í sinni sök. Lyftingar Heilsa Bretland England Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Sex Íslendingar kepptu á einu stærsta vaxtarræktarmóti heims um helgina, sem heitir eftir þekktasta vaxtaræktarkappa heims, Arnold Schwarzenegger. Þeim gekk misvel en einn þeirra náði bronsverðlaunum í ungmennaflokki. Hann er eðlilega sáttur með árangurinn: „Jú, mjög sáttur með þetta. Þetta er búið að vera langt ferli, mjög skemmtilegt en mjög krefjandi,” segir Guðmundur Emil Jóhannsson, eða Gummi eins og hann er iðulega kallaður. Hann hefur verið heltekinn af líkamsrækt síðustu árin og ákvað ungur að gera hana að lífsviðurværi sínu og starfar nú sem einkaþjálfari. Við ræddum við Gumma í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sýndi okkur hvernig menn haga sér á vaxtarræktarmóti og fór meðal annars létt með að lyfta sjötíu kílóa handlóði af jörðinni sem fréttamaður gat varla haggað. Æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar Gummi er með góðan bakgrunn í kraftlyftingum en ákvað með fimmtán vikna fyrirvara að skrá sig á vaxtarræktarmótið. „Þannig þá byrjaði maður bara alveg á fullu að æfa tvisvar á dag, sex daga vikunnar í fimmtán vikur. Þannig það var bara agi og rútína. Ekkert áfengi og bara alltaf að borða það sama,” segir Gummi. „En maður hafði samt gaman að þessu sko. Þetta var ekkert extrem erfitt nema kannski síðustu þrjár, fjórar vikurnar.“ Brons núna en bikar næst Gummi ætlar að taka þátt á mótinu aftur að ári liðnu. Stefnir hann ekki á medalíu þar líka? „Þá stefni ég á bikar. Eða, stefni ekkert að því… Ég tek bikar. Hundrað prósent,“ segir hann fullviss í sinni sök.
Lyftingar Heilsa Bretland England Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira