Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2021 10:16 Í heildina eru um 115 þúsund prestar og klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi. Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. Jean-Marc Sauvé, formaður rannsóknarnefndar sem fór fyrir skýrslunni, sagði á fundi þar sem skýrslan var kynnt að misnotkunin hafi verið kerfisbundin. Þá sagði hann að í stað þess að vernda börnin hafi kirkjan gerst sek um „djúpstætt, algjört og jafnvel grimmilegt afskiptaleysi árum saman.“ Niðurstöðurnar sýna að kirkjan hafi ekki gert nægilega mikið til að koma í veg fyrir misnotkun. Það hafi ekki verið fyrr en fyrir um fimm árum sem kirkjan fór að skipta sér af málum tengdum misnotkun innan kirkjunnar. Að sögn Sauvé mun kirkjan þurfa að gera verulegar úrbætur til að vinna aftur traust samfélagsins. Um er að ræða hátt í 2.500 blaðsíðna skýrslu en kaþólska kirkjan í Frakklandi skipaði rannsóknarnefnd til að fjalla um málið árið 2018. Niðurstaða nefndarinnar var að flest fórnarlömb misnotkunar voru ungir drengir og glímdi meirihluti fórnarlamba enn við afleiðingar brotanna sem þau urðu fyrir. Talið er að um þrjú þúsund af 115 þúsund prestum og klerkum kirkjunnar hafi brotið á börnum út frá þeim gögnum sem eru til staðar en nefndin tók það þó fram að líklega væru þeir fleiri. Að því er kemur fram í frétt Guardian um málið hefur saksóknurum verið gert viðvart í nokkrum málum. Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Frakkland Tengdar fréttir Banna prestum að misnota fullorðna Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. 1. júní 2021 13:08 Páfi heitir því að uppræta misnotkun innan kirkjunnar Frans páfi hét því að uppræta kynferðislega misnotkun innan veggja kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfangsmikillar skýrslu um kynferðisbrot bandarísks fyrrverandi kardinála sem var birt í gær. 11. nóvember 2020 20:37 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Jean-Marc Sauvé, formaður rannsóknarnefndar sem fór fyrir skýrslunni, sagði á fundi þar sem skýrslan var kynnt að misnotkunin hafi verið kerfisbundin. Þá sagði hann að í stað þess að vernda börnin hafi kirkjan gerst sek um „djúpstætt, algjört og jafnvel grimmilegt afskiptaleysi árum saman.“ Niðurstöðurnar sýna að kirkjan hafi ekki gert nægilega mikið til að koma í veg fyrir misnotkun. Það hafi ekki verið fyrr en fyrir um fimm árum sem kirkjan fór að skipta sér af málum tengdum misnotkun innan kirkjunnar. Að sögn Sauvé mun kirkjan þurfa að gera verulegar úrbætur til að vinna aftur traust samfélagsins. Um er að ræða hátt í 2.500 blaðsíðna skýrslu en kaþólska kirkjan í Frakklandi skipaði rannsóknarnefnd til að fjalla um málið árið 2018. Niðurstaða nefndarinnar var að flest fórnarlömb misnotkunar voru ungir drengir og glímdi meirihluti fórnarlamba enn við afleiðingar brotanna sem þau urðu fyrir. Talið er að um þrjú þúsund af 115 þúsund prestum og klerkum kirkjunnar hafi brotið á börnum út frá þeim gögnum sem eru til staðar en nefndin tók það þó fram að líklega væru þeir fleiri. Að því er kemur fram í frétt Guardian um málið hefur saksóknurum verið gert viðvart í nokkrum málum.
Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Frakkland Tengdar fréttir Banna prestum að misnota fullorðna Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. 1. júní 2021 13:08 Páfi heitir því að uppræta misnotkun innan kirkjunnar Frans páfi hét því að uppræta kynferðislega misnotkun innan veggja kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfangsmikillar skýrslu um kynferðisbrot bandarísks fyrrverandi kardinála sem var birt í gær. 11. nóvember 2020 20:37 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Banna prestum að misnota fullorðna Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. 1. júní 2021 13:08
Páfi heitir því að uppræta misnotkun innan kirkjunnar Frans páfi hét því að uppræta kynferðislega misnotkun innan veggja kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfangsmikillar skýrslu um kynferðisbrot bandarísks fyrrverandi kardinála sem var birt í gær. 11. nóvember 2020 20:37