Neitaði að stöðva aftöku manns með miklar heilaskemmdir Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2021 10:54 Ernest Johnson verður líklegast tekinn af lífi með sprautu í dag. Getty og AP Mike Parson, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, neitaði í gær að fella niður dauðadóm fangans Ernest Johnson. Þúsundir höfðu skrifað undir áskorun um að dauðadómurinn yrði felldur niður, auk þess sem tveir þingmenn hefðu kallað eftir því og einnig páfinn. Johnson var dæmdur árið 1994 fyrir að myrða þrjá starfsmenn verslunar sem hann rændi. Hann er 61 árs gamall og verður tekinn af lífi með sprautu í dag. AP fréttaveitan hefur eftir Jeremy Weis, lögmanni Johnsons, að próf og skoðanir hafi sýnt að Johnson sé með mikla þroskaskerðingu. Hann sé í raun með andlegan þroska barns vegna heilaskemmda sem hann fæddist með og vegna þess að árið 2008 hafi þurft að fjarlægja um fimmtung heila hans vegna æxlis. Weis hafði farið fram á að dómur Johnsons yrði mildaður og honum gert að sitja í ævilangt í fangelsi, án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Þá sendi Frans páfi Parson bréf í síðustu viku þar sem hann biðlaði til ríkisstjórans að hlífa Johnson. Parson tilkynnti í gærkvöldið að hann ætlaði ekki að stöðva aftökuna. Missouri væri tilbúið að framfylgja dóminum samkvæmt skipun Hæstaréttar Missouri. Hæstirétturinn neitaði í ágúst að stöðva aftökuna og neitaði á föstudaginn að taka málið fyrir aftur. Weis og aðrir lögmenn leituðu því til Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Verði Johnson tekinn af lífi í dag verður það í sjöunda sinn sem aftaka fer fram í Bandaríkjunum á þessu ári. Hér má sjá frétt héraðsmiðilsins Abc17 þar sem farið er yfir málið Johnsons. ABC News segir að í febrúar 1994 hafi Johnson fengið skammbyssu lánaða sem hann ætlaði að nota til að ræna verslun og verða sér út um peninga til að kaupa fíkniefni. Þegar verið var að loka versluninni réðst hann til atlögu og reyndi að fá starfsmenn til að opna peningaskáp. Í gömlu viðtali sagðist Johnson hafa verið undir áhrifum fíkniefna og hann hafi orðið reiður þegar verslunarstjóri reyndi að sturta lykli að peningaskápnum niður. Hann skaut þrjá starfsmenn með skammbyssunni og barði þau einnig með hamri. Fórnarlömb hans hétu Mary Bratcher (46), Mabel Scruggs (57) og Fred Jones (58). Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Johnson var dæmdur árið 1994 fyrir að myrða þrjá starfsmenn verslunar sem hann rændi. Hann er 61 árs gamall og verður tekinn af lífi með sprautu í dag. AP fréttaveitan hefur eftir Jeremy Weis, lögmanni Johnsons, að próf og skoðanir hafi sýnt að Johnson sé með mikla þroskaskerðingu. Hann sé í raun með andlegan þroska barns vegna heilaskemmda sem hann fæddist með og vegna þess að árið 2008 hafi þurft að fjarlægja um fimmtung heila hans vegna æxlis. Weis hafði farið fram á að dómur Johnsons yrði mildaður og honum gert að sitja í ævilangt í fangelsi, án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Þá sendi Frans páfi Parson bréf í síðustu viku þar sem hann biðlaði til ríkisstjórans að hlífa Johnson. Parson tilkynnti í gærkvöldið að hann ætlaði ekki að stöðva aftökuna. Missouri væri tilbúið að framfylgja dóminum samkvæmt skipun Hæstaréttar Missouri. Hæstirétturinn neitaði í ágúst að stöðva aftökuna og neitaði á föstudaginn að taka málið fyrir aftur. Weis og aðrir lögmenn leituðu því til Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Verði Johnson tekinn af lífi í dag verður það í sjöunda sinn sem aftaka fer fram í Bandaríkjunum á þessu ári. Hér má sjá frétt héraðsmiðilsins Abc17 þar sem farið er yfir málið Johnsons. ABC News segir að í febrúar 1994 hafi Johnson fengið skammbyssu lánaða sem hann ætlaði að nota til að ræna verslun og verða sér út um peninga til að kaupa fíkniefni. Þegar verið var að loka versluninni réðst hann til atlögu og reyndi að fá starfsmenn til að opna peningaskáp. Í gömlu viðtali sagðist Johnson hafa verið undir áhrifum fíkniefna og hann hafi orðið reiður þegar verslunarstjóri reyndi að sturta lykli að peningaskápnum niður. Hann skaut þrjá starfsmenn með skammbyssunni og barði þau einnig með hamri. Fórnarlömb hans hétu Mary Bratcher (46), Mabel Scruggs (57) og Fred Jones (58).
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira