Innlent

„Þetta eru miklar hamfarir“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin til vinstri var tekin í september, sú hægri var tekin í morgun.
Myndin til vinstri var tekin í september, sú hægri var tekin í morgun. Mynd/Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands.

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina.

„Með því að bera ratsjármynd úr SENTINEL-1 gervitungli COPERNICUS EU frá því morgun saman við eldri myndir koma skriður og vatnavextir í Köldukinn vel í ljós. Þetta eru miklar hamfarir,“ segir í Facebook-færslu hópsins.

Fyrri myndin, til vinstri, var tekin 23. september síðastliðin, en sú seinni, sem er til hægri, var tekin í morgun.

Á myndinni er búið að merkja við vatnavexti og skriðuföll sem urðu í gríðarlegu úrhelli á svæðinu um helgina. Vatnavextir eru merktir með bláu en skriður með grænu.

Á myndinni til hægri má glögglega sjá hversu margar skriður féllu og umfang þeirra, auk þess hversu mikið vatn hefur safnast saman á svæðinu.

Rýma þurfti sveitabæi á svæðinu og er sú rýming enn í gildi. Staðan verður endurmetin eftir fund almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Veðurstofunnar í dag.


Tengdar fréttir

„Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert“

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús hafa verið rýmd og segir björgunarsveitarliði að úrkoman minni fólk óneitanlega á aurskriðurnar sem féllu á bæinn í fyrra. Rýmingar verða áfram í gildi í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu.

Rýmingar enn í gildi í Þingeyjarsveit

Ákveðið var að rýmingar bæja í Útkinn í Þingeyjarsveit yrðu áfram í gildi eftir fund almannavarna, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og veðurfræðninga nú síðdegis. Enn rignir töluvert á svæðinu en skriður féllu þar í gærkvöldi og nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×