Upptök skjálftans voru um 1,2 kílómetra suðvestur af Keili. Skjálftinn er sá stærsti í dag og sá fimmti stærsti frá frá upphafi hrinunar.
Fyrir skjálftann í dag kom síðasti stóri skjálftinn rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og var sá skjálfti þrír að stærð.
Ekkert lát virðist því vera á skjálftahrinunni sem hófst á Reykjanesskaga í grennd við Keili í síðustu viku.
Frá því að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn hafa um 8.200 skjálftar mælst á svæðinu, þar af fjórtán yfir þrír að stærð.
Fréttin hefur verið uppfærð.