Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 19:20 Stjórnarflokkarnir þrír hafa þrjátíu og sjö manna þingmeirihluta á bakvið sig. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. Formenn stjórnarflokkanna reyna að leggja línurnar fyrir næstu fjögur ár í viðræðum sínum í Ráðherrabústaðnum. En þau eru einnig að takast á við ágreiningsefni sem ekki tókst að leysa úr á síðasta kjörtímabili. Nægir þar að nefna hálendisþjóðgarð, rammaáætlun og vinidmyllugarð. Svo þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir í lagi að stjórrnarmyndun taki einhvern tíma. Hugsanleg stjórn munu njóta góðs af því síðar ef vandað sé til verka á þessum stigum. Þá verði undirbúningskjörbréfanefnd vonandi búin að ljúka að við að taka á kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en þing taki til starfa. Formenn stjórnarflokkanna reyna að leysa úr ágreiningsmálum sem ekki tókst að leysa úr milli þeirra á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé augljóst að það verður að vera þannig. Þetta er óheppilegt mál og truflar okkur í kjölfar kosninga,“ segir Bjarni. Það sé hins vegar rétt að gefa nefndinni tíma og frið til að klára sína vinnu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir fyrrverandi ríkisstjón starfa áfram enda fengið til þess umboð í kosningunum. Gott væri ef undirbúningskjörbréfanefndin hefði lokið sínum störfum þegar þing komi saman. Katrín Jakobsdóttir minnir á að stjórn flokkanna þriggja hafi fengið mikinn stuðning í kosningunum og starfi áfram. Það sé eðlilegt að flokkarnir taki sér tíma til að móta nýjan stjórnarsáttmála.Vísir/Vilhelm „Ég sé að þau ætla sér að minnsta kosti tvær vikur í það verkefni og hugsanlega lengri tíma. Það liggur líka alveg fyrir að við þurfum tíma til að ljúka okkar vinnu þannig að ég er ekki að reikna með að það dragi til neinna tíðinda hjá okkur á næstu dögum,“ segir Katrín. Nú séu þau aðallega að ræða ríkisfjármálin. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur undir þetta. Þau séu aðallega að ræða málefni næsta kjörtímabils. „Kannski líka að reyna að höggva á þau ágreiningsmál sem hafa verið óleyst á síðast liðnum fjórum árum.“ Eru þau erfið? „Já, já annars værum við örugglega löngu búin að leysa þau á síðustu fjórum árum. Þannig að þetta er áskorun,“ segir Sigurður Ingi. Bjarni segir stöðu tekjustofna og gjaldahliðar ríkisfjármála fyrir næsta ár nokkurn veginn liggja fyrir. Góðu fréttirnar séu að von sé á góðri loðnuvertíð og hagvexti á næsta ári. Ríkisstjórn geti haft áhrif á hvoru tveggja en þó ekkert dramatískt með stuttri atrennu. „Það eru áskoranir í þessu samtali sem við þurfum að ræða. Það er það sem ég á við þegar ég segi að það sé betra að gefa sér tíma núna heldur en að lenda í vandræðum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna reyna að leggja línurnar fyrir næstu fjögur ár í viðræðum sínum í Ráðherrabústaðnum. En þau eru einnig að takast á við ágreiningsefni sem ekki tókst að leysa úr á síðasta kjörtímabili. Nægir þar að nefna hálendisþjóðgarð, rammaáætlun og vinidmyllugarð. Svo þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir í lagi að stjórrnarmyndun taki einhvern tíma. Hugsanleg stjórn munu njóta góðs af því síðar ef vandað sé til verka á þessum stigum. Þá verði undirbúningskjörbréfanefnd vonandi búin að ljúka að við að taka á kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en þing taki til starfa. Formenn stjórnarflokkanna reyna að leysa úr ágreiningsmálum sem ekki tókst að leysa úr milli þeirra á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé augljóst að það verður að vera þannig. Þetta er óheppilegt mál og truflar okkur í kjölfar kosninga,“ segir Bjarni. Það sé hins vegar rétt að gefa nefndinni tíma og frið til að klára sína vinnu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir fyrrverandi ríkisstjón starfa áfram enda fengið til þess umboð í kosningunum. Gott væri ef undirbúningskjörbréfanefndin hefði lokið sínum störfum þegar þing komi saman. Katrín Jakobsdóttir minnir á að stjórn flokkanna þriggja hafi fengið mikinn stuðning í kosningunum og starfi áfram. Það sé eðlilegt að flokkarnir taki sér tíma til að móta nýjan stjórnarsáttmála.Vísir/Vilhelm „Ég sé að þau ætla sér að minnsta kosti tvær vikur í það verkefni og hugsanlega lengri tíma. Það liggur líka alveg fyrir að við þurfum tíma til að ljúka okkar vinnu þannig að ég er ekki að reikna með að það dragi til neinna tíðinda hjá okkur á næstu dögum,“ segir Katrín. Nú séu þau aðallega að ræða ríkisfjármálin. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur undir þetta. Þau séu aðallega að ræða málefni næsta kjörtímabils. „Kannski líka að reyna að höggva á þau ágreiningsmál sem hafa verið óleyst á síðast liðnum fjórum árum.“ Eru þau erfið? „Já, já annars værum við örugglega löngu búin að leysa þau á síðustu fjórum árum. Þannig að þetta er áskorun,“ segir Sigurður Ingi. Bjarni segir stöðu tekjustofna og gjaldahliðar ríkisfjármála fyrir næsta ár nokkurn veginn liggja fyrir. Góðu fréttirnar séu að von sé á góðri loðnuvertíð og hagvexti á næsta ári. Ríkisstjórn geti haft áhrif á hvoru tveggja en þó ekkert dramatískt með stuttri atrennu. „Það eru áskoranir í þessu samtali sem við þurfum að ræða. Það er það sem ég á við þegar ég segi að það sé betra að gefa sér tíma núna heldur en að lenda í vandræðum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56
Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36