Innlent

Aflétta rýmingu í Útkinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Fjölmargar aurskriður féllu í Útkinn um helgina og voru bæir þar rýmdir.
Fjölmargar aurskriður féllu í Útkinn um helgina og voru bæir þar rýmdir. Landhelgisgæsla Íslands

Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu.

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands könnuðu aðstæður í Útkinn í dag og töldu þeir ljóst að verulega hefði dregið úr skriðuhættu, að því er segir í tilkynningu almannavarna.

Vegurinn um Útkinn er þó enn lokaður fyrir almennri umferð þar sem talin er hætta á að blautur jarðvegur renni inn á veginn. Íbúum er jafnframt ráðið frá því að fara um veginn í myrkri. Þeir fá fylgd björgunarsveita heim til sín ef þeir kjósa að snúa heim í kvöld.

Rýmingu í Kinn var aflétt fyrr í dag með vísan til þess að vatn í hlíðum hefði minnkað mikið frá því á sunnudag þrátt fyrir mikla rigningu síðustu daga. Engar skriður hafi heldur fallið á þessu svæði í hrinunni.


Tengdar fréttir

Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig

Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn.

„Þetta eru miklar hamfarir“

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×