Erlent

YouTu­be fjar­lægir rásir R Kel­ly

Atli Ísleifsson skrifar
R Kelly gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm eftir að kviðdómur fann hann sekan um kynferðisbrot og mansal.
R Kelly gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm eftir að kviðdómur fann hann sekan um kynferðisbrot og mansal. Getty

YouTube hefur fjarlægt opinberar rásir tónlistarmannsins R Kelly af síðunni. Rásirnar RKellyTV er RKellyVevo hafa báðar verið fjarlægðar og þá hefur R Kelly verið meinað að stofna nýjar rásir eða eiga rásir á síðunni.

Reuters segir frá þessu, en með ákvörðuninni segist YouTube vilja taka afstöðu eftir að dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi hann fyrir kynferðisbrot og mansal.

Í svari YouTube við fyrirspurn Reuters segir að tónlist R Kelly sé þó áfram aðgengileg á YouTube Music, líkt og myndbönd með tónlist hans sem hafa verið birt af öðrum.

Árið 2017 hófu tvær konur herferðina „MuteRKelly“ sem gekk út á að fjárlægja tónlist hans frá streymisveitum. Á síðustu árum hefur fækkað verulega þeim skipum þar sem tónlist R Kelly heyrist í bandarísku útvarpi, en tónlistin hefur áfram verið aðgengileg á streymisveitum.

Dómari mun tilkynna um refsingu í máli R Kelly þann 4. maí á næsta ári. Í ákæru kom fram að R Kelly hafi nýtt frægð sína um aldarfjórðungs skeið til að nálgast konur, margar undir lögaldri, og brotið gegn þeim.

Kviðdómur fann hann á dögunum sekan, en á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi.


Tengdar fréttir

R. Kel­ly sak­felldur

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×