Frá þessu var greint á fréttamannafundi Nóbelsnefndarinnar í Stokkhólmi í morgun. Þróunin er sögð hafa verið mjög mikilvæg fyrir hina flóknu list að smíða sameindir.
Hinn 53 ára List er forstöðumaður Max-Planck-Institut für Kohlenforschung í Þýskalandi. David W.C. MacMillan, 53 ára, starfar sem prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum.
BREAKING NEWS:
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 6, 2021
The 2021 #NobelPrize in Chemistry has been awarded to Benjamin List and David W.C. MacMillan for the development of asymmetric organocatalysis. pic.twitter.com/SzTJ2Chtge
Greint var frá nýjum handhöfum Nóbelsverðlauna í lífefna- og læknisfræði á mánudaginn og í eðlisfræði í gær. Á morgun verður greint frá nýjum handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels.