Erlent

Grunaður sprengju­maður í Gauta­borg fannst látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur hinum 55 ára Mark Lorentzon vegna málsins.
Alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur hinum 55 ára Mark Lorentzon vegna málsins. Lögregla í Svíþjóð

Maður sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á sprengingu í fjölbýlishúsi í Gautaborg í Svíþjóð á þriðjudaginn í síðustu viku hefur fundist látinn.

Alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur hinum 55 ára Mark Lorentzon vegna málsins en hann fannst látinn í sjónum við Stenpiren í Gautaborg í morgun, að því er segir í frétt Aftonbladet.

Mikil sprenging varð í fjölbýlishúsi við götuna Övre Husargatan í hverfinu Annedal í Gautaborg á þriðjudagsmorgun og voru rúmlega tuttugu flutt á sjúkrahús og þar af voru fjórir alvarlega særðir.

Fljótlega fór lögregla að beina sjónum sínum að Lorentzon, en til stóð að bera manninn út úr íbúðinni sama dag. 

Hann átti ekki sakaferil að baki en hafði þó verið kærður fyrir áreitni á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Kanna hvort sprengju hafi verið komið fyrir í Gautaborg

Lögreglan í Gautaborg rannsakar nú hvort að sprengju kunni að hafa verið komið fyrir við fjölbýlishús þar sem mikil sprenging varð snemma í morgun. Fjórir íbúar hússins eru alvarlega slasaðir en að minnsta kosti sextán voru fluttir á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×