Veður

Gular við­varanir sunnan­lands og á Vest­fjörðum

Þorgils Jónsson skrifar
vidvaranir 6-10

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Vestfirði, Suðurland og Suðausturland vegna hvassviðris og rigningar.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að á öllum þessum svæðum geti skapast varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi og er fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum.

Búist er við því að veðrið gangi fyrst yfir á Suðurlandi þar sem gul viðvörun gildir frá klukkan 23 í kvöld til klukkan 17 á morgun.

Þar verður austan 15-23 m/s með hviðum um 35 m/s og takmörkuðu skyggni vegna rigningar undir Eyjafjöllum.

Á Suðausturlandi er gul viðvörun í gangi frá klukkan 8 í fyrramálið fram til klukkan 17.

Þar verður austan 15-23 m/s með hviðum um 35 m/s í Öræfum og takmörkuðu skyggni vegna rigningar.

Á Vestfjörðum gildir gul viðvörum frá klukkan 15 á morgun og fram að miðnætti. Þar má vænta norðaustan 15-23 m/s með hviðum um 35 m/s og takmörkuðu skyggni vegna rigningar, einkum á fjallvegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×