Viðskipti innlent

Ís­lenska krónan veiktist í septem­ber

Þorgils Jónsson og skrifa
Íslenska krónan veiktist gagnvart erlendum gjaldmiðlum í sepetmber.
Íslenska krónan veiktist gagnvart erlendum gjaldmiðlum í sepetmber.

Íslenska krónan veiktist á móti helstu erlendu gjaldmiðlunum í september. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Þar segir aukinheldur að í lok mánaðarins hafi evra staðið í 150,9 krónum samanborið við 149,6 í lok ágúst og Bandaríkjadalur stóð í 130,3 kr. samanborið við 126,4 kr. í lok ágúst.

Velta á gjaldeyrismarkaði var 43,6 milljarðar króna í september og í samanburði við 18,3 milljarða króna veltu í ágúst.

Hlutdeild SÍ var 4,6 milljarðar króna. Af 22 viðskiptadögum í september greip Seðlabankinn inn í markaðinn fimm daga og seldi evrur í öll skiptin.

Alls seldi Seðlabankinn evrur fyrir 4,6 milljarða króna, eða 30 milljónir evra, í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×