Helgi Magnússon: Við gerum atlögu að titlunum Árni Jóhannsson skrifar 7. október 2021 21:46 Helgi Már Magnússon ræðir við Jón Guðmundsson dómara en náði að eigin sögn að vera kurteis í kvöld á hliðarlínunni. vísir/valli KR lagði Breiðablik í hreint út sagt ótrúlegum leik á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 128-117 fyrir heimamenn en leikið var í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Varnarleikurinn var ekki til útflutnings en þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var ánægður með að ná í sigurinn þó að það væri mikið sem þyrfti að laga. Sérstaklega varnarlega. Helgi var spurður hvort honum hafi ekki fundist leikurinn skýtinn en mikið var skorað og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. „Blikarnir eru með kraftmikið sóknarlið en mér fannst við skelfilegir varnarlega. Við fengum þó sigurinn og það er margt sem þarf að laga.“ Helgi var þá spurður næst hvort lærdómurinn um lið KR hefði verið það að skerpingu vantaði á varnarleik liðsins. „Heldur betur. Við höfum bara náð einni viku saman á æfingum og það er afleiðing af því að vera að smala saman mönnum svona seint. Það tók aðeins lengri tíma að fá útlendingana til landsins en gert var ráð fyrir. Jú við þurfum að skerpa aðeins á vörninni.“ Helga líst vel á leikmennina sem KR náði að smala saman rétt fyrir mót og var svo spurður út í væntingarnar og kröfurnar í Vesturbænum fyrir komandi leiktíð en spáin segir að KR-ingar eigi að vera neðarlega í úrslitakeppnissætunum. „Þetta var fínt hjá nýju mönnunum. Við þurfum að spila okkur saman sem lið og Blikarnir eru með hörku sóknarlið og ég hefði alveg lifað með þessum úrslitum ef þeir hefðu verið að eiga einhverja stórskota sýningu. En þeir voru bara að ná í lay-up og auðveldar körfur sem gerir menn eins og mig alveg brjálaða.“ „Það er alltaf sama krafan hérna. Við ætlum að vera að berjast um þessa titla en ég skil alveg að spáin er eins og hún er. Við missum Matthías [Orra Sigurðsson] og við missum Jakob [Sigurðsson] sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð og tæknilega séð bætum engum þannig ígildum við. Við eru samt með fullt af efnilegum strákum í liðinu og hörkumannskap. Við ætlum að gera atlögu að titlum. Það er bara svoleiðis.“ Þetta var fyrsti leikur í deild fyrir Helga sem aðalþjálfari. Þó svo að hann hafi þjálfað áður en þá var hann einnig leikmaður fyrir u.þ.b. áratug síðan. Hann var spurður út hvernig honum hafi liðið á hliðarlínunni. „Þetta var rosa skrýtið. Sérstaklega í undirbúningi fyrir leik. Maður situr á hliðarlínunni og vanalega losar maður stressið í einhverjum djöfulgangi í upphituninni og maður nær einhvernveginn að pumpa sig upp. Á hliðarlínunni finnur maður ekki neina útrás fyrir spennunni“, sagði Helgi og hló við og var spurður um leið hvort hann hafi náð að sleppa dómurunum við útrásina. „Ég var nokkuð kurteis held ég í kvöld.“ Subway-deild karla KR Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Helgi var spurður hvort honum hafi ekki fundist leikurinn skýtinn en mikið var skorað og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. „Blikarnir eru með kraftmikið sóknarlið en mér fannst við skelfilegir varnarlega. Við fengum þó sigurinn og það er margt sem þarf að laga.“ Helgi var þá spurður næst hvort lærdómurinn um lið KR hefði verið það að skerpingu vantaði á varnarleik liðsins. „Heldur betur. Við höfum bara náð einni viku saman á æfingum og það er afleiðing af því að vera að smala saman mönnum svona seint. Það tók aðeins lengri tíma að fá útlendingana til landsins en gert var ráð fyrir. Jú við þurfum að skerpa aðeins á vörninni.“ Helga líst vel á leikmennina sem KR náði að smala saman rétt fyrir mót og var svo spurður út í væntingarnar og kröfurnar í Vesturbænum fyrir komandi leiktíð en spáin segir að KR-ingar eigi að vera neðarlega í úrslitakeppnissætunum. „Þetta var fínt hjá nýju mönnunum. Við þurfum að spila okkur saman sem lið og Blikarnir eru með hörku sóknarlið og ég hefði alveg lifað með þessum úrslitum ef þeir hefðu verið að eiga einhverja stórskota sýningu. En þeir voru bara að ná í lay-up og auðveldar körfur sem gerir menn eins og mig alveg brjálaða.“ „Það er alltaf sama krafan hérna. Við ætlum að vera að berjast um þessa titla en ég skil alveg að spáin er eins og hún er. Við missum Matthías [Orra Sigurðsson] og við missum Jakob [Sigurðsson] sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð og tæknilega séð bætum engum þannig ígildum við. Við eru samt með fullt af efnilegum strákum í liðinu og hörkumannskap. Við ætlum að gera atlögu að titlum. Það er bara svoleiðis.“ Þetta var fyrsti leikur í deild fyrir Helga sem aðalþjálfari. Þó svo að hann hafi þjálfað áður en þá var hann einnig leikmaður fyrir u.þ.b. áratug síðan. Hann var spurður út hvernig honum hafi liðið á hliðarlínunni. „Þetta var rosa skrýtið. Sérstaklega í undirbúningi fyrir leik. Maður situr á hliðarlínunni og vanalega losar maður stressið í einhverjum djöfulgangi í upphituninni og maður nær einhvernveginn að pumpa sig upp. Á hliðarlínunni finnur maður ekki neina útrás fyrir spennunni“, sagði Helgi og hló við og var spurður um leið hvort hann hafi náð að sleppa dómurunum við útrásina. „Ég var nokkuð kurteis held ég í kvöld.“
Subway-deild karla KR Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira