„Við bara brotnum“ Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 14.4.2025 22:19
„Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14.4.2025 22:09
„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, gat leyft sér að vera kokhraustur eftir að liðið sendi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí í kvöld. Körfubolti 14.4.2025 21:37
„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik. Körfubolti 11. apríl 2025 16:00
Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í körfuboltaliði Álftaness og skrifað undir samning til næstu tveggja ára við félagið. Körfubolti 11. apríl 2025 15:32
„Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. Körfubolti 11. apríl 2025 11:31
„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. Körfubolti 10. apríl 2025 22:10
„Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. Körfubolti 10. apríl 2025 21:53
Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. Körfubolti 10. apríl 2025 21:22
Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Deildarmeistarar Tindastóls urðu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í ár eftir 25 stiga stórsigur á Keflavík, 100-75, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Körfubolti 10. apríl 2025 20:43
„Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Haukur Helgi Pálsson leiddi sitt lið til sigurs gegn Njarðvík í leik tvö í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í gærkvöldi þegar liðið vann 107-96 í Kaldalónshöllinni í gærkvöldi. Körfubolti 8. apríl 2025 12:32
„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gerir sér grein fyrir að hann og hans menn eru komnir með bakið upp við vegg eftir ellefu stiga tap gegn Álftanesi í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2025 22:33
„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að góð vörn sinna manna hafi skilað liðinu sigri gegn Njarðvíkingum í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2025 22:15
„Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ Justin James var stigahæsti maður vallarins er Álftanes vann ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2025 21:42
„Erfitt að spila við þessar aðstæður“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var himinlifandi með að fara með sigur af hólmi frá erfiðum útivelli í Skógarselinu í Breiðholti í kvöld en lið hans bar sigurorð af ÍR í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Stjarnan er þar með komin í 2-0 en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að fara í undanúrslitin. Körfubolti 7. apríl 2025 21:38
„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var allt annað en sáttur við dómaratríóið sem sá um dómgælsuna þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigur Stjörnunnuar þýðir að liðið er komið í kjörstöðu með 2-0 forystu í einvíginu. Körfubolti 7. apríl 2025 21:24
Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Stjarnan er komin í 2-0 í einvígi sínu við ÍR í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta eftir 82-90 sigur sinn í öðrum leiknum í rimmu liðanna í Skógarseli í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2025 20:46
Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Álftanes vann virkilega sterkan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 107-96. Álftanes leiðir því einvígið 2-0. Körfubolti 7. apríl 2025 18:47
„Vorum bara heppnir að landa þessu“ Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa frammistöðu sinna manna í kvöld að eigin sögn en Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að kasta unnum leik frá sér undir lokin. Körfubolti 6. apríl 2025 22:42
„Orkustigið var skrítið út af okkur“ Tindastóll vann Keflavík 93-96 í æsispennandi leik í kvöld. Tindastóll leiðir því einvígið 2-0 en Andri Már Eggertsson var mættur að taka viðtöl og náði á Pétri Rúnar Birgissyni strax eftir leik og spurði hvað það var sem skóp sigurinn. Körfubolti 6. apríl 2025 22:00
Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Grindavík jafnaði í kvöld metin í einvígi liðsins gegn Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Grindavík var komið með þægilega forystu í fjórða leikhluta en bauð Val inn í leikinn undir lokin. Körfubolti 6. apríl 2025 21:54
Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í viðureign sinni við Keflavík. Leikurinn endaði 93-96 og því er ljóst að Keflavík þarf að vinna þrjá leiki í röð ef þeir ætla sér að fara áfram í þessari úrslitakeppni. Körfubolti 6. apríl 2025 21:26
Skelltu sér í jarðarför Hauka Bónus Körfuboltakvöld Extra var á dagskrá í vikunni. Þar fóru þeir félagar Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson á stúfana og kíktu meðal annars við á Ásvöllum. Körfubolti 5. apríl 2025 22:47
Finnur Freyr framlengdi til 2028 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Vals í karlakörfunni, verður áfram þjálfari Valsliðsins næstu árin. Körfubolti 4. apríl 2025 22:02