Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2021 07:55 Sebastian Kaleta, aðstoðardómsmálaráðherra, ræddi við blaðamenn í gær vegna beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Evrópudómstóllinn sekti stjórnvöld í Póllandi fyrir að vera ekki búin að leggja af eftirlitsnefnd með störfum hæstaréttardómara. epa/Leszek Szymanski Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. Fregnirnar hafa valdið nokkrum titringi og hefur Guardian eftir René Repasi, prófessor í alþjóða- og Evrópulögum við Erasmus-háskólann í Rotterdam, að um sér að ræða „lagalega“ uppreisn. Lögmæti dómstólsins hefur verið dregið í efa í kjölfar fjölda pólitískra skipana dómara, sem eru sagðir hallir undir flokkinn Lög og réttlæti, sem nú fer með stjórn landsins. „Vissulega er þetta yfirtekinn dómstóll en þetta er lengsta skrefið sem dómstóll ríkis hefur tekið í átt að lagalegum aðskilnaði frá Evrópusambandinu,“ segir Repasi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar dómstólsins og lýst yfir verulegum áhyggjum af þróun mála. Þá ítrekar hún að Evrópulög gangi framar landslögum, þeirra á meðal stjórnarskrárákvæðum. Í yfirlýsingunni segir einnig að úrskurðir Evrópudómstólsins séu bindandi fyrir stjórnvöld allra aðildarríkja Evrópusambandsins og dómstóla ríkjanna. Framkvæmdastjórnin sagðist ekki myndu hika við að nýta sér vald sitt til að tryggja samfellu í framkvæmd löggjafar sambandsins. Skoðanakannanir í Póllandi sýna að 80 prósent þjóðarinnar styðja aðild að Evrópusambandinu en stjórnvöld í landinu hafa engu að síður staðið í óformlegu stríði við sambandið og gert ýmsar lagabreytingar sem þykja ætlaðar til að koma hömlum á dómstóla og fjölmiðla. Þá hafa þau sömuleiðis tekið afstöðu gegn réttindum hinsegin fólks og meðal annars greint frá fyrirætlunum um að lýsa landið „hinsegin-laust“ svæði. Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórninni, sagði í síðasta mánuði að sú vegferð sem Pólland væri á gæti endað með því að hafa áhrif á útgreiðslu endurreisnarsjóðs til handa ríkinu, sem enn hefur ekki verið greiddur út. Stærð sjóðsins eru 57 milljarðar evra. Stjórnvöld í Póllandi brugðust harkalega við yfirlýsingu Gentiloni og sögðu hana „fjárkúgun“. Pólland Evrópusambandið Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Fregnirnar hafa valdið nokkrum titringi og hefur Guardian eftir René Repasi, prófessor í alþjóða- og Evrópulögum við Erasmus-háskólann í Rotterdam, að um sér að ræða „lagalega“ uppreisn. Lögmæti dómstólsins hefur verið dregið í efa í kjölfar fjölda pólitískra skipana dómara, sem eru sagðir hallir undir flokkinn Lög og réttlæti, sem nú fer með stjórn landsins. „Vissulega er þetta yfirtekinn dómstóll en þetta er lengsta skrefið sem dómstóll ríkis hefur tekið í átt að lagalegum aðskilnaði frá Evrópusambandinu,“ segir Repasi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar dómstólsins og lýst yfir verulegum áhyggjum af þróun mála. Þá ítrekar hún að Evrópulög gangi framar landslögum, þeirra á meðal stjórnarskrárákvæðum. Í yfirlýsingunni segir einnig að úrskurðir Evrópudómstólsins séu bindandi fyrir stjórnvöld allra aðildarríkja Evrópusambandsins og dómstóla ríkjanna. Framkvæmdastjórnin sagðist ekki myndu hika við að nýta sér vald sitt til að tryggja samfellu í framkvæmd löggjafar sambandsins. Skoðanakannanir í Póllandi sýna að 80 prósent þjóðarinnar styðja aðild að Evrópusambandinu en stjórnvöld í landinu hafa engu að síður staðið í óformlegu stríði við sambandið og gert ýmsar lagabreytingar sem þykja ætlaðar til að koma hömlum á dómstóla og fjölmiðla. Þá hafa þau sömuleiðis tekið afstöðu gegn réttindum hinsegin fólks og meðal annars greint frá fyrirætlunum um að lýsa landið „hinsegin-laust“ svæði. Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórninni, sagði í síðasta mánuði að sú vegferð sem Pólland væri á gæti endað með því að hafa áhrif á útgreiðslu endurreisnarsjóðs til handa ríkinu, sem enn hefur ekki verið greiddur út. Stærð sjóðsins eru 57 milljarðar evra. Stjórnvöld í Póllandi brugðust harkalega við yfirlýsingu Gentiloni og sögðu hana „fjárkúgun“.
Pólland Evrópusambandið Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira