Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen formaður norsku Nóbelsnefndarinnar á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan níu.

Ressa er forstjóri og eigandi filippseyska blaðsins Rappler og starfaði lengi sem blaðakona fyrir CNN í Suðaustur-Asíu. Muratov starfaði sem ritstjóri rússneska dagblaðsins Novaya Gazeta á árunum 2005 til 2017.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Árið 2019 hlaut Abiy Ahmed Ali, forsætisráðherra Eþíópíu, verðlaunin.
BREAKING NEWS:
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2021
The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2021 Nobel Peace Prize to Maria Ressa and Dmitry Muratov for their efforts to safeguard freedom of expression, which is a precondition for democracy and lasting peace.#NobelPrize #NobelPeacePrize pic.twitter.com/KHeGG9YOTT