„Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík,“ segir Pan Thorarensen tónlistarmaður og forsprakki hátíðarinnar.
Hátíðin byrjaði með pompi og prakt í Hörpunni í gær og segir Pan allt hafa gengið mjög vel og að mikil stemmning sé fyrir helginni.
Roger Eno spilar í kvöld í Hörpunni en uppselt er á þá tónleika. Ennþá er þó hægt að kaupa dagsmiða fyrir laugardaginn sem og lokatónleika hátíðarinnar á sunnudag. Þá spilar hin goðsagnakennda raf-sveit Plaid. Viðburður sem engin má missa af.
Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim.
Á hátíðinni koma saman ólíkir listamenn allt frá tilraunakenndum listamönnum til klassískari listamanna.
Plaid, Roger Eno, Mixmaster Morris, BJARKI, Mathilde Caeyers & Arrtu Niemenen, Ingibjörg Elsa Turchi, Kjartan Hólm, Hekla, Hermigervill, Borgar Magnason, Harp & Arp, Skurken, Tonik Ensemble, Good Moon Deer, Brynjar Daðason & Hafdís Bjarnadóttir, MSEA, Soddill svo eitthvað sé nefnt.
Frekari upplýsingar um hátíðina má finna hér.