Þrí uppselt var á íslensku kvikmyndina Leynilögga þar sem hún var frumsýnd á London Film Festival á miðvikudag.
![](https://www.visir.is/i/851682CFE99EAF834B9D3F71DB62635C5D23B36C192059DD308364B14C5F2983_713x0.jpg)
Hópurinn kom heim í gær og segir Auðunn Blöndal þau ennþá vera að átta sig á viðtökunum.
Að vera staddur á svona risa hátíð með litla íslenska grínmynd er auðvitað alveg ótrúleg upplifun og enn ótrúlegra þegar við vorum látin vita að það væri uppselt á sýninguna okkar. Bretinn er frekar kröfuharður þegar kemur að húmor en salurinn hló út myndina og við erum eiginlega enn að átta okkur á því hvað gerðist eiginlega, ótrúlegt!
Bretarnir halda ekki vatni yfir Leynilöggu
Fyrstu dómarnir eru farnir að birtast og hefur myndin fengið stórkostleg viðbrögð. Flestir gefa myndinni 4 - 5 stjörnur og ganga sumir gagnrýnanda svo langt að segja Leynilöggu „Bestu gamanmynd ársins.“
![](https://www.visir.is/i/A00CF3A5DC0BA327148C7FC77D1634261B8E5EE8522F2D8AC4DE2B70A89537B6_390x0.jpg)
„Ekki skemmir heldur að leikarinn Damian Lewis mætti á sýninguna en hann skellti sér svo út að borða með hópnum eftir sýninguna,“ segir Lilja.
Hannes Þór Halldórsson leikstjóri myndarinnar segir viðbrögðin hafa komið sér virkilega á óvart.
„Ég er hér á fluvellinum á leiðinni heim og er enn að klóra mér í hausnum yfir þessu öllu saman. Verð að viðurkenna að þessu átti ég ekki von á.“
„Æsileg, mjög fyndin hasar-gamanmynd þar sem löggu vinsambandið fær nýjan vinkil.“ - Marie O' Sullivan, The Movie Isle.
„Besta hasar gamanmynd ársins, 5 stjörnur.“ - Movie Review.