Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 07:55 Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan verði sameinað Alþýðulýðveldinu. Getty/Kevin Frayer Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. Stjórnvöld í Taívan voru ekki lengi að svara og hafa nú kallað eftir því að kínversk stjórnvöld hætti þessum þvingunum. Það sé aðeins taívanska þjóðin sem geti tekið ákvörðun um eigin framtíð. Fréttastofa Reuters greinir frá. Deilur milli Alþýðulýðveldisins og eyríkisins, sem Kína hefur gert tilkall til, hafa náð nýjum hæðum undanfarna viku sem valdið hefur alþjóðasamfélaginu miklu hugarangri. Greint var frá því í gær að kínversk stjórnvöld hafi kallað eftir því að Bandaríkin slíti hernaðarsamband sitt við Taívan eftir að það var opinberað að bandaríski herinn hafi verið þar undanfarið ár og því haldið fram að hann þjálfi taívanska herinn. Xi var beinskeyttur í ræðu sinni í kínverska þinghúsinu í Peking, þar sem verið var að halda upp á 110 ára afmæli byltingarinnar sem kollvarpaði síðasta kínverska keisaradæminu. Þar sagði hann meðal annars að kínverska þjóðin ætti þá „mögnuðu hefð“ að mótmæla aðskilnaðarstefnu. „Sjálfstæðisaðskilnaðarstefna Taívan er stærsta fyrirstaða þess að móðurlandið sameinist að nýju og er alvarlegasta falda ógnin við endurnýjun þjóðarinnar,“ sagði Xi í ræðu sinni. Friðsæl sameingin væri best fyrir taívönsku þjóðina en Kína myndi vernda fullveldi sitt og sameiningu. „Enginn ætti að vanmeta staðfestur, vilja og getu kínversku þjóðarinnar til að vernda fullveldi ríkisins og sameiningu þess,“ sagði Xi. „Þetta sögulega verkefni að ljúka sameiningu móðurlandsins verður að klára og mun vera klárað.“ Xi hefur oft verið harðorðari í ræðu sinni um Taívan. Hann sagði til að mynda í júlí, síðustu opinberu ræðu sinni þar sem hann minntist á Taívan, að Kína myndi „kremja“ allar tilraunir ríkisins um formlegt sjálfstæði. Þá hótaði hann árið 2019 að beinu valdi yrði beitt gegn eyríkinu til að sameina það Kína. Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25 Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Stjórnvöld í Taívan voru ekki lengi að svara og hafa nú kallað eftir því að kínversk stjórnvöld hætti þessum þvingunum. Það sé aðeins taívanska þjóðin sem geti tekið ákvörðun um eigin framtíð. Fréttastofa Reuters greinir frá. Deilur milli Alþýðulýðveldisins og eyríkisins, sem Kína hefur gert tilkall til, hafa náð nýjum hæðum undanfarna viku sem valdið hefur alþjóðasamfélaginu miklu hugarangri. Greint var frá því í gær að kínversk stjórnvöld hafi kallað eftir því að Bandaríkin slíti hernaðarsamband sitt við Taívan eftir að það var opinberað að bandaríski herinn hafi verið þar undanfarið ár og því haldið fram að hann þjálfi taívanska herinn. Xi var beinskeyttur í ræðu sinni í kínverska þinghúsinu í Peking, þar sem verið var að halda upp á 110 ára afmæli byltingarinnar sem kollvarpaði síðasta kínverska keisaradæminu. Þar sagði hann meðal annars að kínverska þjóðin ætti þá „mögnuðu hefð“ að mótmæla aðskilnaðarstefnu. „Sjálfstæðisaðskilnaðarstefna Taívan er stærsta fyrirstaða þess að móðurlandið sameinist að nýju og er alvarlegasta falda ógnin við endurnýjun þjóðarinnar,“ sagði Xi í ræðu sinni. Friðsæl sameingin væri best fyrir taívönsku þjóðina en Kína myndi vernda fullveldi sitt og sameiningu. „Enginn ætti að vanmeta staðfestur, vilja og getu kínversku þjóðarinnar til að vernda fullveldi ríkisins og sameiningu þess,“ sagði Xi. „Þetta sögulega verkefni að ljúka sameiningu móðurlandsins verður að klára og mun vera klárað.“ Xi hefur oft verið harðorðari í ræðu sinni um Taívan. Hann sagði til að mynda í júlí, síðustu opinberu ræðu sinni þar sem hann minntist á Taívan, að Kína myndi „kremja“ allar tilraunir ríkisins um formlegt sjálfstæði. Þá hótaði hann árið 2019 að beinu valdi yrði beitt gegn eyríkinu til að sameina það Kína.
Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25 Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22
Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25
Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50