Getur verið að lögleg skattlagning sé í raun dulbúin sekt? Halldór Sigurðsson skrifar 9. október 2021 13:01 Sú löggjöf, sem er verið að ræða um, eru lög um fasteignagjöld (skattar). Reikna má að fyrir hundrað árum höfðu menn ákveðnar hugmyndir (væntingar) á því hvernig ætti að meta eignir til byggja þennan skatt á. Væntanlega ekki reiknað með þessum mikla mismun á skattlagningu eftir því hvar á landinu eignirnar eru eins og staðan er í dag. Þessi skattur var settur á til að afla tekna, standa straum af kostnaði fyrir stjórnsýsluna, vegna eignarinnar sem er aldlag skattlagningar, fyrir þjónustu við íbúa og aðra sem dvelja í sveitasfélaginu, eða hvað? Hækkun á þessum skatti fer ekki eftir verðbólgu, eða neinni vísitölu, heldur er sett inn breyta sem ræðst af framboði, sölu og verði á eignum, sem eru seldar á viðkomandi svæði. Verði mikil verðhækkun á eign á svæðinu þá hækka fasteignagjöldin hjá öllum. Áhrifavaldar á verð geta verið; Fjársterkir aðilar, sem greiða nánast hvaða verð, sem er fyrir eignina, Bæjar- og sveitfélög draga úr framboði á lóðum, þannig að eftirspurn eftir eignum eykst, verð hækkar, fasteignagjöld hækka, auknar tekjur fyrir bæjar og sveitafélögin, auknar álögur á eignaeigendur. Réttlátara væri að miða við brunabótamat, sem á að endurspeglabygginga- kostnað. Kaldhæðnislegt að þurfa greiða fasteignagjaldið af brunnu húsi, samkvæmt fasteignalögum miðað við fasteignamat, en fá greitt tjónið miðað við brunabótamat. Þegar farið er yfir lögin kemur í ljós að ekki eitt orð um kvaðir, skyldir á bæjar og sveitafélöglin um hvaða þjónustu þeim er skylt að veita þeim sem greiðir fateignaskatta, en mörg orð höfð um viðurlög ef gjöldin eru ekki greidd. En hvað er það kallað þegar bæjar og sveitafélög nýta sér þessi lög til að skattleggja t.d. frístundaeignir, en veita enga þjónustu, ekkert? Þetta er víða gert, löglegt, siðlaust, og væntanlega brot á stjórnsýslulögum þar sem fólki er mismunað. Gjöld, eða skattur sem er lagður á til að greiða fyrir þjónustu, og þjónusta er ekki veitt, er þetta þá ekki sektir. En það er óheimilt að beita sektum nema að lög heimili það og lögbrot hafi verið framið. Ég fletti upp í þjóðskrá og sá þá mér til hryllings og undrunar að það er fyrirhuguð 14% hækkun á fasteignamati fyrir árið 2022, í því svæði sem undirritaður á eign á. Þar með hækkun á sektinni, hvað réttlætir þessa hækkun, þar sem þessi eign er í sveitafélagi sem veitir ekki neina þjónustu. Ef að þú lesandi góður getur bent á, eða veist um, einhverjar kvaðir á bæjar- og svaitafélögum í lögunum um fasteignagöld, sem við greiðendur gætum nýtt okkur til að sækja rétt okkar um einhverja þjónustu, þá væri það vel þegið ef það kemur fram. Við þurfum þó að gæta okkur á lögsóknum að hálfu hins opinbera, ef við förum að kanna með rétta okkar. Er ekki kominn tími til að leiðrétta þessa endalausu hækkun, langt umfram allar launahækkanir, verðbólgu, þessa verulega íþyngjandi skattlagning, eða sektir. Forfeður okkar, sem sömdu þessi lög, hafa örugglega snúið sér nokkra hringi í gröfinni yfir því hvernig fólki sé mismunað, eitthvað sem þeir ætluðu sér örugglega ekki. Vonandi verður einhver þingflokkur á komandi þingi, sem þorir að leiðrétta þetta óréttlæti eða legga kvaðir á sveitarfélög að veita þjónustu fyrir fasteignagjöld. Að löggjöf verði ætluð stjórnsýslunni og fólkinu í landi, þannig að báðir aðilar viti til hvers er ætlast til af greiðendum og móttakendum fasteignagjalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Skattar og tollar Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Sjá meira
Sú löggjöf, sem er verið að ræða um, eru lög um fasteignagjöld (skattar). Reikna má að fyrir hundrað árum höfðu menn ákveðnar hugmyndir (væntingar) á því hvernig ætti að meta eignir til byggja þennan skatt á. Væntanlega ekki reiknað með þessum mikla mismun á skattlagningu eftir því hvar á landinu eignirnar eru eins og staðan er í dag. Þessi skattur var settur á til að afla tekna, standa straum af kostnaði fyrir stjórnsýsluna, vegna eignarinnar sem er aldlag skattlagningar, fyrir þjónustu við íbúa og aðra sem dvelja í sveitasfélaginu, eða hvað? Hækkun á þessum skatti fer ekki eftir verðbólgu, eða neinni vísitölu, heldur er sett inn breyta sem ræðst af framboði, sölu og verði á eignum, sem eru seldar á viðkomandi svæði. Verði mikil verðhækkun á eign á svæðinu þá hækka fasteignagjöldin hjá öllum. Áhrifavaldar á verð geta verið; Fjársterkir aðilar, sem greiða nánast hvaða verð, sem er fyrir eignina, Bæjar- og sveitfélög draga úr framboði á lóðum, þannig að eftirspurn eftir eignum eykst, verð hækkar, fasteignagjöld hækka, auknar tekjur fyrir bæjar og sveitafélögin, auknar álögur á eignaeigendur. Réttlátara væri að miða við brunabótamat, sem á að endurspeglabygginga- kostnað. Kaldhæðnislegt að þurfa greiða fasteignagjaldið af brunnu húsi, samkvæmt fasteignalögum miðað við fasteignamat, en fá greitt tjónið miðað við brunabótamat. Þegar farið er yfir lögin kemur í ljós að ekki eitt orð um kvaðir, skyldir á bæjar og sveitafélöglin um hvaða þjónustu þeim er skylt að veita þeim sem greiðir fateignaskatta, en mörg orð höfð um viðurlög ef gjöldin eru ekki greidd. En hvað er það kallað þegar bæjar og sveitafélög nýta sér þessi lög til að skattleggja t.d. frístundaeignir, en veita enga þjónustu, ekkert? Þetta er víða gert, löglegt, siðlaust, og væntanlega brot á stjórnsýslulögum þar sem fólki er mismunað. Gjöld, eða skattur sem er lagður á til að greiða fyrir þjónustu, og þjónusta er ekki veitt, er þetta þá ekki sektir. En það er óheimilt að beita sektum nema að lög heimili það og lögbrot hafi verið framið. Ég fletti upp í þjóðskrá og sá þá mér til hryllings og undrunar að það er fyrirhuguð 14% hækkun á fasteignamati fyrir árið 2022, í því svæði sem undirritaður á eign á. Þar með hækkun á sektinni, hvað réttlætir þessa hækkun, þar sem þessi eign er í sveitafélagi sem veitir ekki neina þjónustu. Ef að þú lesandi góður getur bent á, eða veist um, einhverjar kvaðir á bæjar- og svaitafélögum í lögunum um fasteignagöld, sem við greiðendur gætum nýtt okkur til að sækja rétt okkar um einhverja þjónustu, þá væri það vel þegið ef það kemur fram. Við þurfum þó að gæta okkur á lögsóknum að hálfu hins opinbera, ef við förum að kanna með rétta okkar. Er ekki kominn tími til að leiðrétta þessa endalausu hækkun, langt umfram allar launahækkanir, verðbólgu, þessa verulega íþyngjandi skattlagning, eða sektir. Forfeður okkar, sem sömdu þessi lög, hafa örugglega snúið sér nokkra hringi í gröfinni yfir því hvernig fólki sé mismunað, eitthvað sem þeir ætluðu sér örugglega ekki. Vonandi verður einhver þingflokkur á komandi þingi, sem þorir að leiðrétta þetta óréttlæti eða legga kvaðir á sveitarfélög að veita þjónustu fyrir fasteignagjöld. Að löggjöf verði ætluð stjórnsýslunni og fólkinu í landi, þannig að báðir aðilar viti til hvers er ætlast til af greiðendum og móttakendum fasteignagjalda.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun