Endurgera GTA III, San Andreas og Vice City í tölvuleikjaseríunni Grand Theft Auto Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 23:46 Grand Theft Auto V, sá nýjasti í seríunni, er söluhæsti tölvuleikur allra tíma. Leikurinn hefur þar að auki skilað meiri tekjum heldur en nokkur bíómynd eða bók. Getty/Pavlo Gonchar Rockstar Games, framleiðendur tölvuleikjaseríunnar Grand Theft Auto, hyggjast endurgera (e. remaster) þrjá eldri tölvuleiki í seríunni vinsælu. Leikirnir sem um ræðir eru Grand Theft Auto III, Vice City og San Andreas sem margir lesendur kannast eflaust við. Leikirnir verða gefnir út í einum pakka en pakkinn ber heitið Grand Theft Auto: The Trilogy - The Definitive Edition. Nákvæm útgáfudagsetning liggur ekki fyrir en framleiðendurnir segja að leikirnir komi út síðar á þessu ári. Ekki er vitað hvað pakkinn muni koma til með að kosta í heild sinni eins og fram kemur í grein The Verge. In honor of the upcoming anniversary, today we are excited to announce that all three games will be coming to current generation platforms later this year in Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition: https://t.co/cMNwlfj3R5 pic.twitter.com/RrbCl1EWLx— Rockstar Games (@RockstarGames) October 8, 2021 Eins og áður verða leikirnir fáanlegir á PC tölvum, PlayStation, Xbox. Framleiðendurnir ætla einnig að gefa Grand Theft Auto út á leikjatölvunni Nintendo Switch en útgáfa leikjanna hefur að miklu leyti verið bundin við PlayStation og Xbox. Snemma á næsta ári stendur til að gera þríleikinn aðgengilegan fyrir snjallsíma; á iOS, stýrikerfi Apple, og Android. pic.twitter.com/AMKIJGLjrF— Rockstar Games (@RockstarGames) October 8, 2021 Einhverjir aðdáendur tölvuleikjaseríunnar eru ósáttir en rúm átta ár eru síðan nýjasta viðbótin, GTA V, var gefin út. Fólk batt þá frekar vonir við útgáfu spánnýs leiks en ekki endurútgáfu eldri tölvuleikja. Grand Theft Auto III var gefinn út árið 2001, Vice City árið 2002 og San Andreas árið 2004. Rafíþróttir Tengdar fréttir Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti. 5. júlí 2021 14:36 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Leikirnir sem um ræðir eru Grand Theft Auto III, Vice City og San Andreas sem margir lesendur kannast eflaust við. Leikirnir verða gefnir út í einum pakka en pakkinn ber heitið Grand Theft Auto: The Trilogy - The Definitive Edition. Nákvæm útgáfudagsetning liggur ekki fyrir en framleiðendurnir segja að leikirnir komi út síðar á þessu ári. Ekki er vitað hvað pakkinn muni koma til með að kosta í heild sinni eins og fram kemur í grein The Verge. In honor of the upcoming anniversary, today we are excited to announce that all three games will be coming to current generation platforms later this year in Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition: https://t.co/cMNwlfj3R5 pic.twitter.com/RrbCl1EWLx— Rockstar Games (@RockstarGames) October 8, 2021 Eins og áður verða leikirnir fáanlegir á PC tölvum, PlayStation, Xbox. Framleiðendurnir ætla einnig að gefa Grand Theft Auto út á leikjatölvunni Nintendo Switch en útgáfa leikjanna hefur að miklu leyti verið bundin við PlayStation og Xbox. Snemma á næsta ári stendur til að gera þríleikinn aðgengilegan fyrir snjallsíma; á iOS, stýrikerfi Apple, og Android. pic.twitter.com/AMKIJGLjrF— Rockstar Games (@RockstarGames) October 8, 2021 Einhverjir aðdáendur tölvuleikjaseríunnar eru ósáttir en rúm átta ár eru síðan nýjasta viðbótin, GTA V, var gefin út. Fólk batt þá frekar vonir við útgáfu spánnýs leiks en ekki endurútgáfu eldri tölvuleikja. Grand Theft Auto III var gefinn út árið 2001, Vice City árið 2002 og San Andreas árið 2004.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti. 5. júlí 2021 14:36 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti. 5. júlí 2021 14:36