Erlent

Kanslari Austur­ríkis stígur til hliðar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kanslarinn Kurz kveðst saklaus.
Kanslarinn Kurz kveðst saklaus. AP Photo/Darko Vojinovic

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Kurz hafi lagt til að utanríkisráðherrann Alexander Schallenberg tæki við embættinu.

Kurz og níu aðrir eru nú til rannsóknar í kjölfar húsleitar sem gerð var á skrifstofum flokks kanslarans, Þjóðarflokksins. Flokkurinn er sakaður um að hafa greitt fyrir auglýsingar í götublaði í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun og að blaðið birti skoðanakannanir með slagsíðu á árunum 2016 til 2018 að minnsta kosti.

Kurz hafnar alfarið ásökununum á hendur sér en hefur sagst vilja með afsögn sinni stilla til friðar meðan málið verður rannsakað. Hann mun þó áfram leiða Þjóðarflokkinn og sitja á þingi.

„Ég mun fyrst og fremst nota þetta tækifæri til þess að afsanna þessar ásakanir á hendur mér,“ hefur BBC eftir Kurz.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×