Tárvotar, tólf ára stelpur fengu að hitta liðsfélaga Berglindar eftir metleikinn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 08:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur í Hammarby eiga sér marga stuðningsmenn en þrjár af þeim dyggustu táruðust af gleði þegar þær fengu að hitta leikmenn eftir leik í gær. Skjáskot Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt marka Hammarby í metleiknum gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Alls voru 18.537 áhorfendur á leiknum en þrjár tólf ára stelpur úr stuðningsmannahópi Hammarby skáru sig úr. Ljóst var fyrir helgi að metfjöldi áhorfenda yrði á leiknum en áður höfðu mest 9.413 áhorfendur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni, svo metfjöldinn nánast tvöfaldaðist í gær. Það var því vel fagnað þegar Berglind skoraði laglegt mark og kom Hammarby í 3-1 en liðið fagnaði að lokum 4-1 sigri gegn Hallberu Guðnýju Gísladóttur og hennar liði. Berglind lagði upp fyrsta mark leiksins og hér að neðan má sjá mörkin og stemninguna á leiknum sögulega: Stuðningsmenn Hammarby fögnuðu mislengi en þrjár tólf ára stelpur héldu lengi áfram að fagna fyrir utan Tele2 Arena leikvanginn. Söngur þeirra heyrðist vel og allt í einu opnuðust dyrnar og þeim var hleypt inn til að gleðjast með leikmönnum Hammarby, og taka af sér myndir með þeim. „Ég var að fá taugaáfall,“ sagði Mary Olsson, ein af þríeykinu. „Ég gat varla andað. Ég fékk tár í augun,“ bætti Alma Rensfelt við en viðbrögð stelpnanna má sjá hér að neðan. pic.twitter.com/D2GkA4AieE— Sportbladet (@sportbladet) October 11, 2021 Matilda Vinberg, Emma Jansson og Madelen Janogy hittu aðdáendurna ungu og spjölluðu við þá. „Ég hélt að það væri bara verið að hleypa okkur inn svo við gætum aðeins hlýjað okkur en svo stóðu þær þarna,“ sagði Rensfelt. „Þetta var bara algjört sjokk,“ sagði Moa Bohlin. Janogy spurði hvort þeim væri ekki kalt og stelpurnar ungu svöruðu því játandi en voru svo fljótar að koma sér í það að taka „sjálfur“ með hetjunum sínum. Emma Jansson sagði svo hlæjandi að eftir næsta heimaleik, 30. október, yrðu þær að vera fljótari að opna dyrnar. Eftir sigurinn er Hammarby með 28 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslendingaliðið Kristianstad er í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa unnið liðið í 3. sæti, Eskilstuna, 2-0 í gær. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad. Sænski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51 Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Ljóst var fyrir helgi að metfjöldi áhorfenda yrði á leiknum en áður höfðu mest 9.413 áhorfendur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni, svo metfjöldinn nánast tvöfaldaðist í gær. Það var því vel fagnað þegar Berglind skoraði laglegt mark og kom Hammarby í 3-1 en liðið fagnaði að lokum 4-1 sigri gegn Hallberu Guðnýju Gísladóttur og hennar liði. Berglind lagði upp fyrsta mark leiksins og hér að neðan má sjá mörkin og stemninguna á leiknum sögulega: Stuðningsmenn Hammarby fögnuðu mislengi en þrjár tólf ára stelpur héldu lengi áfram að fagna fyrir utan Tele2 Arena leikvanginn. Söngur þeirra heyrðist vel og allt í einu opnuðust dyrnar og þeim var hleypt inn til að gleðjast með leikmönnum Hammarby, og taka af sér myndir með þeim. „Ég var að fá taugaáfall,“ sagði Mary Olsson, ein af þríeykinu. „Ég gat varla andað. Ég fékk tár í augun,“ bætti Alma Rensfelt við en viðbrögð stelpnanna má sjá hér að neðan. pic.twitter.com/D2GkA4AieE— Sportbladet (@sportbladet) October 11, 2021 Matilda Vinberg, Emma Jansson og Madelen Janogy hittu aðdáendurna ungu og spjölluðu við þá. „Ég hélt að það væri bara verið að hleypa okkur inn svo við gætum aðeins hlýjað okkur en svo stóðu þær þarna,“ sagði Rensfelt. „Þetta var bara algjört sjokk,“ sagði Moa Bohlin. Janogy spurði hvort þeim væri ekki kalt og stelpurnar ungu svöruðu því játandi en voru svo fljótar að koma sér í það að taka „sjálfur“ með hetjunum sínum. Emma Jansson sagði svo hlæjandi að eftir næsta heimaleik, 30. október, yrðu þær að vera fljótari að opna dyrnar. Eftir sigurinn er Hammarby með 28 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslendingaliðið Kristianstad er í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa unnið liðið í 3. sæti, Eskilstuna, 2-0 í gær. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51 Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51
Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01