Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is, en síðan er ekki uppfærð um helgar. Má nú einnig sjá að 28 hafi greinst innanlands á laugardag og 38 á föstudag.
448 eru nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 440 á fimmtudag. 1.469 eru nú í sóttkví, en voru 1.574 á fimmtudag. 362 eru nú í skimunarsóttkví.
Eitt smit kom upp á landamærunum í gær – virkt smit í fyrri landamæraskimun.

Fimm eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en voru átta á fimmtudag. Enginn er á gjörgæslu vegna Covid-19.
Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 136,1, en var 133,4 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 6,8, líkt og í gær.

Alls hafa 12.243 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 33 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.
Tekin voru 423 einkennasýni í gær, 1.153 sýni á landsmærum og þá greindust 262 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.