Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2021 11:22 Veggmynd af Alexei Navalní í Genf í Sviss. Hann dúsir nú í rússnesku fangelsi og gæti vel ílengst þar verði stjórnvöldum í Kreml að vilja sínum. Vísir/EPA Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. Navalní segist í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram hafa verið kallaður fyrir nefnd í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hún hafi síðan samhljóða samþykkt að gefa honum stöðu hryðjuverkamanns, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk yfirvöld fangelsuðu Navalní fyrir að hafa brotið gegn skilorði fangelsisdóms sem hann hlaut vegna fjárglæpa. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm gerræðislegan. Skilorðið átti Navalní að hafa rofið með því að liggja í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst í fyrra. Navalní sakar rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa þau neitað. Hlaut Navalní tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en rússnesk stjórnvöld hafa undanfarið leitast við að tryggja að hann verði látinn dúsa enn lengur í steininum. Þau létu skilgreina samtök sem hann stofnaði sem öfgasamtök í sumar en þannig tókst þeim að koma í veg fyrir að bandamenn Navalní gætu boðið sig fram í þingkosningum í haust. Navalní er nú ákærður fyrir að stofna öfgasamtök sem hafi verið ætlað að koma óorði á Rússland, stefnu stjórnvalda, grafa undan stöðugleika og hvetja til mótmæla almennings. Markmið þeirra hafi verið ofbeldisfull valdataka. Sjóður Navalní gegn spillingu hefur í gegnum tíðina birt rannsóknir sem hafa varpað ljósi á spillingu Vladímírs Pútín forseta og bandamanna hans. Svæðisskrifstofur samtakanna víða um Rússland hafa svo hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem geta ógnað fulltrúum Sameinaðs Rússlands, flokks forsetans. Stjórnvöld í Kreml hafa gengið sérstaklega hart fram gegn stjórnarandstöðunni, andófsfólki og óháðum blaðamönnum á þessu ári. Fjöldi þeirra hefur verið fangelsaður og sætt húsleit. Þá hafa nokkrir sjálfstæðir fjölmiðlar verið lýstir útsendarar erlendra ríkja og sæta sérstöku eftirliti. Dmitrí Múratov, fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins Novaya Gazeta, hlaut friðarverðlaun Nóbels í síðustu viku. Hann tileinkaði sex blaðamönnum sem unnu fyrir hann en voru myrtir verðlaunin. Sjálfur hefði hann veitt Navalní verðlaunin hefði hann eitthvað um það að segja. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Sjá meira
Navalní segist í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram hafa verið kallaður fyrir nefnd í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hún hafi síðan samhljóða samþykkt að gefa honum stöðu hryðjuverkamanns, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk yfirvöld fangelsuðu Navalní fyrir að hafa brotið gegn skilorði fangelsisdóms sem hann hlaut vegna fjárglæpa. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm gerræðislegan. Skilorðið átti Navalní að hafa rofið með því að liggja í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst í fyrra. Navalní sakar rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa þau neitað. Hlaut Navalní tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en rússnesk stjórnvöld hafa undanfarið leitast við að tryggja að hann verði látinn dúsa enn lengur í steininum. Þau létu skilgreina samtök sem hann stofnaði sem öfgasamtök í sumar en þannig tókst þeim að koma í veg fyrir að bandamenn Navalní gætu boðið sig fram í þingkosningum í haust. Navalní er nú ákærður fyrir að stofna öfgasamtök sem hafi verið ætlað að koma óorði á Rússland, stefnu stjórnvalda, grafa undan stöðugleika og hvetja til mótmæla almennings. Markmið þeirra hafi verið ofbeldisfull valdataka. Sjóður Navalní gegn spillingu hefur í gegnum tíðina birt rannsóknir sem hafa varpað ljósi á spillingu Vladímírs Pútín forseta og bandamanna hans. Svæðisskrifstofur samtakanna víða um Rússland hafa svo hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem geta ógnað fulltrúum Sameinaðs Rússlands, flokks forsetans. Stjórnvöld í Kreml hafa gengið sérstaklega hart fram gegn stjórnarandstöðunni, andófsfólki og óháðum blaðamönnum á þessu ári. Fjöldi þeirra hefur verið fangelsaður og sætt húsleit. Þá hafa nokkrir sjálfstæðir fjölmiðlar verið lýstir útsendarar erlendra ríkja og sæta sérstöku eftirliti. Dmitrí Múratov, fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins Novaya Gazeta, hlaut friðarverðlaun Nóbels í síðustu viku. Hann tileinkaði sex blaðamönnum sem unnu fyrir hann en voru myrtir verðlaunin. Sjálfur hefði hann veitt Navalní verðlaunin hefði hann eitthvað um það að segja.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Sjá meira
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34