Far Cry 6: Byltingar er þörf Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2021 08:45 Ubisoft Far Cry 6 gerist í ríki sem kallast Yara. Það ríki er samansett úr nokkrum eyjum í Karabíuhafinu og er því stýrt af grimmum einræðisherra. Eyríkið hefur verið undir ströngum viðskiptaþvingunum í áratugi og hefur það kennt íbúum að nýta það sem er fyrir hendi. Yara er beisiklí Kúba, þó Kúba sé einnig til í leiknum. Vondi harðstjórinn er Antón Castillo, sem er leikinn af hinum frábæra Giancarlo Esposito. Þrátt fyrir það er Castillo voða beisik vondur karl. „Af því bara“ vondur karl og hann er notaður skringilega lítið. Söguhetja leiksins Dani Rojas ætlar að flýja til Míammí (eins og þau segja það) í Bandaríkjunum. Eeeen, eins og gerist svo oft í upphafi tölvuleikja, gengur það ekki alveg eftir. Fullt af fólki deyr og Dani endar með uppreisnarhópnum Libertad. Í gegnum spilun leiksins þarf að frelsa mismunandi svæði Yara undan ofstæki Castillo og byggja upp uppreisnina. Beisk Far Cry stöff og það er stærsti galli FC6. Klassískur Ubisoft leikur Far Cry 6 kemur manni lítið á óvart ef maður hefur spilað síðustu leiki seríunnar. Það er eins og starfsmenn Ubisoft hafi tekið góða síðustu þriggja FC-leikja og barið þá saman. Leikurinn lítur mjög vel út, gengur vel og virkar heilt yfir vel fínpússaður. Það er gífurlega mikið af gera í þessum leik og grænda. Það má ekki gleyma því. þetta er leikur frá Ubisoft og það þýðir að maður þarf að verja helling af tíma í að hlaupa um og safna shitti, til að geta byggt eitthvað drasl, svo maður geti farið að safna meira shitti fyrir annað drasl. Þetta er orðið algengt í Ubisoft leikjum. Sagan er hætt að skipta máli og maður er í raun að gera lítið en að ferðast milli punkta á korti og gera það sem manni er sagt að gera. Fyrir vikið er flæði sögunnar og leiksins sjálfs mjög stopult og asnalegt. Yara nýtur sín Það sem bjargar Far Cry 6, og rúmlega það, er hvað Yara er skemmtilegt sögusvið og hvað það er gaman að valda usla þar og myrða hermenn og dýr í massavís. Sú er reyndar raunin með alla Far Cry leikina að mínu mati. Hvort sem þeir gerast í Yara, Bandaríkjunum, Afrikí, á Mars, í Kyrat eða á steinöld. Serían þarf samt nauðsynlega á einhverskonar byltingu að halda. Tíhí. Þetta er sama gamla formúlan. Bara stærri og með meira af dóti. Ég er ekki búinn með leikinn en hann er mjög stór og það á eftir að taka mig heila eilífð að drepa alla sem það þarf að drepa. Málglöð hetja Persónur Far Cry leikjanna eru oftar en ekki mállausir og óáhugaverðir drullusokkar, þó þar séu auðvitað undantekningar á. (Lesist: Sergeant Rex „Power“ Colt) Dani Rojas er samt undantekning þar á, hvort sem þú velur kvenkyns eða karlkyns Dani. Ubisoft Dani hefur persónuleika, sem er ekki sjálfgefið í leikjum dagsins, og það er áhugavert að fylgjast með því hvernig afstaða Dani og viðhorf breytist í gegnum spilun leiksins. Ég fæ af og til smá Arthur Morgan-fíling, bara á miklu minna stigi. Ég snöggreiddist aðeins út í sjálfan mig við að bera Far Cry 6 saman við RDR2 en það verður að hafa það. Lítið um breytingar Eins og glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir er Far Cry 6 nýjasti leikurinn í langlífri leikjaseríu. Þessi sería hefur ekki tekið neinum brjáluðum stakkaskiptum í gegnum árin, eða allavega frá því Far Cry 3 kom út. Í FC6 er fjölmargt sem tekið er úr þeim gömlu leikjum. Maður er hættur að þurfa að klifra upp háa turna til að opna mismunandi svæði leiksins en maður læðist enn um bækistöðvar óvinanna, aftengir viðvörunarbjöllur og myrðir hermenn úr laumi. Eða hleypur inn skjótandi út í loftið með taminn krókódíl, tvífættan hvolp eða hana sér við hlið. Maður þarf líka að ferðast um Yara til að finna ný vopn eða byggja upp bækistöðvar og kaupa þau af öðrum uppreisnarmönnum. Svo er hægt að nota drasl sem maður finnur út á götu til að breyta og bæta vopn. Vopn FC6 eru fjölbreytt og skemmtileg. Mörg eru heimasmíðuð og þar af held ég að besta vopnið sé vopn sem skýtur geisladiskum og spilar Macarena. Það vopn er samt bókstaflega sama vopn og annað heimagert vopn úr síðasta FC-leik, Far Cry New Dawn sem á að gerast í framtíðinni. Maður skaut sagarblöðum úr því vopni. Vopnum leiksins er áfram skipt niður í flokka, eins og í New Dawn, sem mér finnst persónulega óþolandi. Flipp daðrar við fíflaskap Far Cry leikirnir hafa aldrei tekið sig alvara en það viðhorf hefur náð nýjum hæðum og þá sérstaklega með tilliti til vopna FC6. Ég hef skrifað um Macarena-byssuna en þarna eru einnig byssur sem skjóta sprengikúlum, eldkúlum og margar annarskonar byssur. Dani fær einnig bakpoka í leiknum, sem hljómar svo sem ekkert merkilega, en í þessum bakpokum eru vopna sem eru svo gott sem gereyðingarvopn. Með fyrsta bakpokanum sem maður fær getur maður til að mynda skotið fjölda eldflauga á loft sem miða sjálf á hermenn, skriðdreka og jafnvel þyrlur. Aðrir bakpokar gefa frá sér emp-bylgjum, eld og ýmislegt annað. Þá er hægt að útbúa bakpokana, sem kallast Supremo, með ákveðnum hæfileikum og vopnum. Þannig er hægt að stilla þá sérstaklega miðað við hvernig maður spilar og stilla mismunandi bakpoka fyrir mismunandi verkefni. Þetta eru skemmtileg vopn en þau eru allt of kraftmikil. Ubisoft Samantekt-ish Það er fátt um nýja drætti í Far Cry 6. Þetta er ekki leikur sem ætti að koma nokkrum á óvart og þá sérstaklega ef maður hefur spilað einhvern af síðustu leikjum seríunnar. Að mínu viti væri gott að fá byltingu í Far Cry. Samt ekki, því einhverra hluta vegna virðist ég ekki hætta að hafa gaman af þessu. Ætli það sé ekki vegna þess að grunnur Far Cry er góður. Það er gaman að ferðast um í leiknum og skjóta mann og annan, því sá hluti leikjanna er alltaf vel gerður. Grunnur Far Cry leikjanna er góður og það útskýrir vinsældir þeirra að miklu leyti. Þetta er samt orðið gott held ég. Ubisoft Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Far Cry New Dawn: Sama formúlan sem heldur þó enn Það eru fáir leikjaframleiðendur sem skapa hressari opna heima en Ubisoft, eins og þeir hafa gert með Far Cry leikina, Assassins Creed, Ghost Recon Wildlands og fleiri. 19. febrúar 2019 09:00 Far Cry 5: Sprell sem maður á þó einhvern veginn að taka alvarlega Far Cry 5 er algjört rugl. Það er brjálæðislega mikið um að vera og allar persónur leiksins eru brjálaðar. Ég elska það. 6. apríl 2018 11:15 Far Cry Primal: Rússíbanareið hellisbúans Þrátt fyrir að vera á marga vegu líkur forverum sínum, er nýjasti Far Cry leikurinn, Primal, í grunninn mjög frábrugðinn þeim. 7. mars 2016 09:00 Far Cry 4: Kunnugleg fjallganga Far Cry 4 er í grunninn alveg eins og Far Cry 3, bara stærri. 7. desember 2014 13:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Yara er beisiklí Kúba, þó Kúba sé einnig til í leiknum. Vondi harðstjórinn er Antón Castillo, sem er leikinn af hinum frábæra Giancarlo Esposito. Þrátt fyrir það er Castillo voða beisik vondur karl. „Af því bara“ vondur karl og hann er notaður skringilega lítið. Söguhetja leiksins Dani Rojas ætlar að flýja til Míammí (eins og þau segja það) í Bandaríkjunum. Eeeen, eins og gerist svo oft í upphafi tölvuleikja, gengur það ekki alveg eftir. Fullt af fólki deyr og Dani endar með uppreisnarhópnum Libertad. Í gegnum spilun leiksins þarf að frelsa mismunandi svæði Yara undan ofstæki Castillo og byggja upp uppreisnina. Beisk Far Cry stöff og það er stærsti galli FC6. Klassískur Ubisoft leikur Far Cry 6 kemur manni lítið á óvart ef maður hefur spilað síðustu leiki seríunnar. Það er eins og starfsmenn Ubisoft hafi tekið góða síðustu þriggja FC-leikja og barið þá saman. Leikurinn lítur mjög vel út, gengur vel og virkar heilt yfir vel fínpússaður. Það er gífurlega mikið af gera í þessum leik og grænda. Það má ekki gleyma því. þetta er leikur frá Ubisoft og það þýðir að maður þarf að verja helling af tíma í að hlaupa um og safna shitti, til að geta byggt eitthvað drasl, svo maður geti farið að safna meira shitti fyrir annað drasl. Þetta er orðið algengt í Ubisoft leikjum. Sagan er hætt að skipta máli og maður er í raun að gera lítið en að ferðast milli punkta á korti og gera það sem manni er sagt að gera. Fyrir vikið er flæði sögunnar og leiksins sjálfs mjög stopult og asnalegt. Yara nýtur sín Það sem bjargar Far Cry 6, og rúmlega það, er hvað Yara er skemmtilegt sögusvið og hvað það er gaman að valda usla þar og myrða hermenn og dýr í massavís. Sú er reyndar raunin með alla Far Cry leikina að mínu mati. Hvort sem þeir gerast í Yara, Bandaríkjunum, Afrikí, á Mars, í Kyrat eða á steinöld. Serían þarf samt nauðsynlega á einhverskonar byltingu að halda. Tíhí. Þetta er sama gamla formúlan. Bara stærri og með meira af dóti. Ég er ekki búinn með leikinn en hann er mjög stór og það á eftir að taka mig heila eilífð að drepa alla sem það þarf að drepa. Málglöð hetja Persónur Far Cry leikjanna eru oftar en ekki mállausir og óáhugaverðir drullusokkar, þó þar séu auðvitað undantekningar á. (Lesist: Sergeant Rex „Power“ Colt) Dani Rojas er samt undantekning þar á, hvort sem þú velur kvenkyns eða karlkyns Dani. Ubisoft Dani hefur persónuleika, sem er ekki sjálfgefið í leikjum dagsins, og það er áhugavert að fylgjast með því hvernig afstaða Dani og viðhorf breytist í gegnum spilun leiksins. Ég fæ af og til smá Arthur Morgan-fíling, bara á miklu minna stigi. Ég snöggreiddist aðeins út í sjálfan mig við að bera Far Cry 6 saman við RDR2 en það verður að hafa það. Lítið um breytingar Eins og glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir er Far Cry 6 nýjasti leikurinn í langlífri leikjaseríu. Þessi sería hefur ekki tekið neinum brjáluðum stakkaskiptum í gegnum árin, eða allavega frá því Far Cry 3 kom út. Í FC6 er fjölmargt sem tekið er úr þeim gömlu leikjum. Maður er hættur að þurfa að klifra upp háa turna til að opna mismunandi svæði leiksins en maður læðist enn um bækistöðvar óvinanna, aftengir viðvörunarbjöllur og myrðir hermenn úr laumi. Eða hleypur inn skjótandi út í loftið með taminn krókódíl, tvífættan hvolp eða hana sér við hlið. Maður þarf líka að ferðast um Yara til að finna ný vopn eða byggja upp bækistöðvar og kaupa þau af öðrum uppreisnarmönnum. Svo er hægt að nota drasl sem maður finnur út á götu til að breyta og bæta vopn. Vopn FC6 eru fjölbreytt og skemmtileg. Mörg eru heimasmíðuð og þar af held ég að besta vopnið sé vopn sem skýtur geisladiskum og spilar Macarena. Það vopn er samt bókstaflega sama vopn og annað heimagert vopn úr síðasta FC-leik, Far Cry New Dawn sem á að gerast í framtíðinni. Maður skaut sagarblöðum úr því vopni. Vopnum leiksins er áfram skipt niður í flokka, eins og í New Dawn, sem mér finnst persónulega óþolandi. Flipp daðrar við fíflaskap Far Cry leikirnir hafa aldrei tekið sig alvara en það viðhorf hefur náð nýjum hæðum og þá sérstaklega með tilliti til vopna FC6. Ég hef skrifað um Macarena-byssuna en þarna eru einnig byssur sem skjóta sprengikúlum, eldkúlum og margar annarskonar byssur. Dani fær einnig bakpoka í leiknum, sem hljómar svo sem ekkert merkilega, en í þessum bakpokum eru vopna sem eru svo gott sem gereyðingarvopn. Með fyrsta bakpokanum sem maður fær getur maður til að mynda skotið fjölda eldflauga á loft sem miða sjálf á hermenn, skriðdreka og jafnvel þyrlur. Aðrir bakpokar gefa frá sér emp-bylgjum, eld og ýmislegt annað. Þá er hægt að útbúa bakpokana, sem kallast Supremo, með ákveðnum hæfileikum og vopnum. Þannig er hægt að stilla þá sérstaklega miðað við hvernig maður spilar og stilla mismunandi bakpoka fyrir mismunandi verkefni. Þetta eru skemmtileg vopn en þau eru allt of kraftmikil. Ubisoft Samantekt-ish Það er fátt um nýja drætti í Far Cry 6. Þetta er ekki leikur sem ætti að koma nokkrum á óvart og þá sérstaklega ef maður hefur spilað einhvern af síðustu leikjum seríunnar. Að mínu viti væri gott að fá byltingu í Far Cry. Samt ekki, því einhverra hluta vegna virðist ég ekki hætta að hafa gaman af þessu. Ætli það sé ekki vegna þess að grunnur Far Cry er góður. Það er gaman að ferðast um í leiknum og skjóta mann og annan, því sá hluti leikjanna er alltaf vel gerður. Grunnur Far Cry leikjanna er góður og það útskýrir vinsældir þeirra að miklu leyti. Þetta er samt orðið gott held ég. Ubisoft
Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Far Cry New Dawn: Sama formúlan sem heldur þó enn Það eru fáir leikjaframleiðendur sem skapa hressari opna heima en Ubisoft, eins og þeir hafa gert með Far Cry leikina, Assassins Creed, Ghost Recon Wildlands og fleiri. 19. febrúar 2019 09:00 Far Cry 5: Sprell sem maður á þó einhvern veginn að taka alvarlega Far Cry 5 er algjört rugl. Það er brjálæðislega mikið um að vera og allar persónur leiksins eru brjálaðar. Ég elska það. 6. apríl 2018 11:15 Far Cry Primal: Rússíbanareið hellisbúans Þrátt fyrir að vera á marga vegu líkur forverum sínum, er nýjasti Far Cry leikurinn, Primal, í grunninn mjög frábrugðinn þeim. 7. mars 2016 09:00 Far Cry 4: Kunnugleg fjallganga Far Cry 4 er í grunninn alveg eins og Far Cry 3, bara stærri. 7. desember 2014 13:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Far Cry New Dawn: Sama formúlan sem heldur þó enn Það eru fáir leikjaframleiðendur sem skapa hressari opna heima en Ubisoft, eins og þeir hafa gert með Far Cry leikina, Assassins Creed, Ghost Recon Wildlands og fleiri. 19. febrúar 2019 09:00
Far Cry 5: Sprell sem maður á þó einhvern veginn að taka alvarlega Far Cry 5 er algjört rugl. Það er brjálæðislega mikið um að vera og allar persónur leiksins eru brjálaðar. Ég elska það. 6. apríl 2018 11:15
Far Cry Primal: Rússíbanareið hellisbúans Þrátt fyrir að vera á marga vegu líkur forverum sínum, er nýjasti Far Cry leikurinn, Primal, í grunninn mjög frábrugðinn þeim. 7. mars 2016 09:00
Far Cry 4: Kunnugleg fjallganga Far Cry 4 er í grunninn alveg eins og Far Cry 3, bara stærri. 7. desember 2014 13:00