McArthur, ein af ellefu geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni deildi myndinni á Twitter um helgina. Myndina má sjá hér að neðan en hún var tekin yfir Albera-ríki Kanada. Á henni má sjá hvítar rákir og þotu fyrir miðri mynd. Ekki á hverjum degi sem myndir sem sýna ofan á flugvélar í loftinu eru teknar.
I don’t know why, but it made me laugh out loud to realize I was spotting an airplane in flight while taking photos over Alberta, Canada today. I guess it was nice to see evidence of other humans moving around Planet Earth. Where ya headed, friends? pic.twitter.com/ni3CsCGqWH
— Megan McArthur (@Astro_Megan) October 9, 2021
„Ég veit ekki af hverju en ég hló upphátt þegar ég áttaði mig á því að ég væri að horfa á flugvél á meðan ég var að taka myndir yfir Alberta-ríki í Kanada í dag,“ skrifaði McArthur í fyrradag á Twitter.
„Gaman að sjá aðrar mannverur á ferðinni um Jörðina, á hvaða leið eruð þið?“ bætti hún við.
Glöggir netverjar sem borið hafa saman tímasetningu ljósmyndarinnar við flugumferð á sama tíma telja að umrædd þota sé fraktflutningavél flugfélagsins Atlas Air„ á leið frá Anchorage í Alaska til Miami í Flórída.