Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafði barnið hringt í móður sína sem hafi svo hringt í Neyðarlínuna. Takmarkaðar upplýsingar hafi legið fyrir og sendi slökkvilið því talsverðan mannskap á staðinn.
Nágranna hafði þá tekist að setja lok á pönnuna og þá hafði tekist að slökkva eldinn með léttvatnstæki áður en slökkvilið kom á staðinn.
Mikill reykur hafi þó verið í íbúðinni og vann slökkvilið því að reykræstingu, segir varðstjóri hjá slökkviliði í samtali við fréttastofu.