Sköpum öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk Haukur Valtýsson og Jóhann Steinar Ingimundarson skrifa 12. október 2021 09:30 Í íþróttalögum er kveðið á um að eitt héraðssamband eða íþróttabandalag skuli vera í hverju íþróttahéraði. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð, þar sem annars vegar eru sjö íþróttabandalög og hins vegar átján héraðssambönd, sem ÍSÍ og UMFÍ ákveða skv. íþróttalögum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéruð eru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Veigamiklar breytingar hafa hins vegar ekki orðið á lögbundnu hlutverki héraðanna frá stofnun þeirra. Á stofnárum íþróttahéraðanna voru samgöngur talsvert verri en við eigum að venjast í dag. Byggða- og tækniþróun hefur tekið stakkaskiptum sem meðal annars hefur skilað sér í betri samskiptum á milli svæða og fólksins sem þar býr. Því má velta fyrir sér hvort sá grunnur sem íþróttahéruðin byggja á sé mögulega barn síns tíma og hvort unnt sé að efla héruðin, skerpa á hlutverki þeirra og skyldum til hagsbóta fyrir félögin og íbúa þeirra. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni styðja við starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má nefna Sýnum karakter, starfsemi Æskulýðsvettvangsins og Samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá vinna ÍSÍ og UMFÍ að því að búa til verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt því að samræma verkferla og auðvelda starfsfólki vinnuna. Þessi verkefni þarfnast innleiðingar og sífelldrar endurskoðunar. Þar gætu öflug íþróttahéruð haft frumkvæði og veitt stuðning. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangsmikil stefnumótunarvinna hjá UMFÍ í nánu samstarfi við stjórnendur aðildarfélaganna. Stefnan, sem er lifandi skjal, verður kynnt á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík um næstu helgi. Þar hittast fulltrúar allra 450 aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu. Stefnan nær m.a. til málefna íþróttahéraða enda ljóst að ákveðin verkefni standa útaf miðað við núverandi fyrirkomulag þeirra. Því verðum við að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans. Öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk og skýr markmið eru samfélaginu til góða. Haukur Valtýsson er formaður UMFÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson er varaformaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Íþróttir barna Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í íþróttalögum er kveðið á um að eitt héraðssamband eða íþróttabandalag skuli vera í hverju íþróttahéraði. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð, þar sem annars vegar eru sjö íþróttabandalög og hins vegar átján héraðssambönd, sem ÍSÍ og UMFÍ ákveða skv. íþróttalögum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéruð eru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Veigamiklar breytingar hafa hins vegar ekki orðið á lögbundnu hlutverki héraðanna frá stofnun þeirra. Á stofnárum íþróttahéraðanna voru samgöngur talsvert verri en við eigum að venjast í dag. Byggða- og tækniþróun hefur tekið stakkaskiptum sem meðal annars hefur skilað sér í betri samskiptum á milli svæða og fólksins sem þar býr. Því má velta fyrir sér hvort sá grunnur sem íþróttahéruðin byggja á sé mögulega barn síns tíma og hvort unnt sé að efla héruðin, skerpa á hlutverki þeirra og skyldum til hagsbóta fyrir félögin og íbúa þeirra. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni styðja við starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má nefna Sýnum karakter, starfsemi Æskulýðsvettvangsins og Samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá vinna ÍSÍ og UMFÍ að því að búa til verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt því að samræma verkferla og auðvelda starfsfólki vinnuna. Þessi verkefni þarfnast innleiðingar og sífelldrar endurskoðunar. Þar gætu öflug íþróttahéruð haft frumkvæði og veitt stuðning. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangsmikil stefnumótunarvinna hjá UMFÍ í nánu samstarfi við stjórnendur aðildarfélaganna. Stefnan, sem er lifandi skjal, verður kynnt á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík um næstu helgi. Þar hittast fulltrúar allra 450 aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu. Stefnan nær m.a. til málefna íþróttahéraða enda ljóst að ákveðin verkefni standa útaf miðað við núverandi fyrirkomulag þeirra. Því verðum við að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans. Öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk og skýr markmið eru samfélaginu til góða. Haukur Valtýsson er formaður UMFÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson er varaformaður UMFÍ.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun