Þurfti að berjast fyrir Veru Dögg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 18:00 Helga Braga segist hafa þurft að berjast fyrir þessu atriði úr fyrstu seríu Fóstbræðra sem flestir kannast við sem atriðið Á barinn. Vísir Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum að vera kona í skemmtanabransanum eins og þær Edda Björgvinsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir rifjuðu upp í afmælisþætti Stöðvar 2 um helgina. Báðar hafa þær verið áberandi í gamanleik á Íslandi og gerðu báðar garðinn frægan í grínþáttum sem sýndir voru á Stöð 2 á sínum tíma. Edda í Heilsubælinu og Helga Braga í Fóstbræðrum. Báðar eru sammála um það að landsmenn hafi ekki endilega tekið vel í grínþættina þegar þeir komu fyrst á skjáinn og báðar minnast þess að hafa verið úthúðað. „FARIÐI! VIÐBJÓÐUR!“ minntist Edda að hafa heyrt um Heilsubælið á sínum tíma. Það hafi verið talsvert stór hópur sem hafi verið þeirrar skoðunar um þættina, sem síðar hafi elskað þættina. „Þetta tók líklega alla þættina en það var ákveðið gengi sem elskaði þættina brjálæðislega. Hinir sem hötuðu þetta, þurftu kannski að þeir yrðu sýndir í annað sinn. Þá hoppuðu menn um borð.“ Edda þurfti aldrei að berjast fyrir persónum Edda sagðist ekki hafa þurft að berjast fyrir ákveðnum persónum eða atriðum sem hún vildi að yrðu tekin inn í þættina. „Gísli var svo mikill aðdáandi minn alltaf, þannig að hann skrifaði fyrir mig. Hann kom með færeysku kerlinguna þegar við vorum að vinna saman í útvarpi, hann kom með þessa hjúkrunarkonu og svona. Hann var alltaf að skrifa ofan í mig,“ sagði Edda og vísar þar til Gísla Rúnars Jónssonar, sem hún var gift um árabil. Helga Braga sagði Fóstbræður hafa verið á svipuðum stað og Heilsubælið. Sumir hafi alveg hatað þættina þegar þeir fóru fyrst í loftið. „Morðhótanir og [fólk] hataði okkur og allt. Að vísu lenti það aðeins meira á strákunum, Jóni og Sigurjóni. Svo breyttist þetta,“ sagði Helga. Hún hafi samt ólíkt Eddu þurft að berjast fyrir sumum af sínum persónum og atriðum í þáttunum. „Það byrjaði náttúrulega þannig að þeir réðu mig inn sem leikkonu, sem gæti þá leikið kærustur þeirra, eiginkonur, dætur og mæður. Í fyrstu seríunni, sem ég skrifaði ekki, þá lék ég rosalega mikið „skólastjórinn er tilbúinn að taka á móti þér núna“ karaktera. Svona aukarullur,“ sagði Helga. Gyða Sól, Brünhilda og Rán Ísfeld urðu til þegar Helga fór að skrifa Það hafi þó breyst þegar hún fór sjálf að skrifa fyrir þáttinn. „Þá fór ég að skrifa Gyðu Sól, Brünhildi og Rán - 101 aðferð til að fara illa með karlmenn.“ Með eftirminnilegustu atriða úr fyrstu seríu Fóstbræðra er þegar Helga leikur hana Veru Dögg sem bannar manninum sínum, sem leikinn er af Benedikt Erlingssyni, að fara í bjór með vinum sínum þar til hann leggst í gólfið og fer að gráta. Helga segir að hún hafi þurft að berjast fyrir því að atriðið færi í loftið. „Þetta er svona drama, lítið stofuleikrit. Ég barðist fyrir honum, þeir ætluðu ekki að taka hann, þeim fannst þetta viðbjóður. Ég sagði: Nei, þetta er alvöru drama, þetta er leikrit. Þetta var alvöru hlutverk sem ég sá og sannleikur en ég barði í borðið og frekjaðist þangað til hann var tekinn.“ Hér má sjá atriðið umrædda: Grín og gaman Tengdar fréttir Sindri kíkti í heimsókn á Stöð 2: „Ég er bara að stilla upp liðinu mínu í Fantasy“ „Já, komiði sæl. Að þessu sinni ætla ég að bjóða ykkur til elskunnar í lífi mínu. Það er Stöð 2, hún er 35 ára, ég er 43 þannig að aldursmunurinn er alveg eðlilegur. Við ætlum að heimsækja afmælisbarnið. Komið með!“ 12. október 2021 14:00 Faldi synina fyrir Björk undir fréttaborðinu Elín Stefánsdóttir Hirst, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, rifjaði það upp í 35 ára afmælisþætti Stöðvar 2, sem sýndur var á laugardaginn að hún hafi eitt sinn þurft að daga syni sína tvo með í vinnuna þegar hún var að lesa kvöldfréttir. Drengirnir hafi verið eins og englar og beðið undir fréttaborðinu en skotið upp kollinum þegar tónlistarkonan Björk mætti í stúdíóið. 12. október 2021 13:00 Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. 11. október 2021 22:48 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Báðar hafa þær verið áberandi í gamanleik á Íslandi og gerðu báðar garðinn frægan í grínþáttum sem sýndir voru á Stöð 2 á sínum tíma. Edda í Heilsubælinu og Helga Braga í Fóstbræðrum. Báðar eru sammála um það að landsmenn hafi ekki endilega tekið vel í grínþættina þegar þeir komu fyrst á skjáinn og báðar minnast þess að hafa verið úthúðað. „FARIÐI! VIÐBJÓÐUR!“ minntist Edda að hafa heyrt um Heilsubælið á sínum tíma. Það hafi verið talsvert stór hópur sem hafi verið þeirrar skoðunar um þættina, sem síðar hafi elskað þættina. „Þetta tók líklega alla þættina en það var ákveðið gengi sem elskaði þættina brjálæðislega. Hinir sem hötuðu þetta, þurftu kannski að þeir yrðu sýndir í annað sinn. Þá hoppuðu menn um borð.“ Edda þurfti aldrei að berjast fyrir persónum Edda sagðist ekki hafa þurft að berjast fyrir ákveðnum persónum eða atriðum sem hún vildi að yrðu tekin inn í þættina. „Gísli var svo mikill aðdáandi minn alltaf, þannig að hann skrifaði fyrir mig. Hann kom með færeysku kerlinguna þegar við vorum að vinna saman í útvarpi, hann kom með þessa hjúkrunarkonu og svona. Hann var alltaf að skrifa ofan í mig,“ sagði Edda og vísar þar til Gísla Rúnars Jónssonar, sem hún var gift um árabil. Helga Braga sagði Fóstbræður hafa verið á svipuðum stað og Heilsubælið. Sumir hafi alveg hatað þættina þegar þeir fóru fyrst í loftið. „Morðhótanir og [fólk] hataði okkur og allt. Að vísu lenti það aðeins meira á strákunum, Jóni og Sigurjóni. Svo breyttist þetta,“ sagði Helga. Hún hafi samt ólíkt Eddu þurft að berjast fyrir sumum af sínum persónum og atriðum í þáttunum. „Það byrjaði náttúrulega þannig að þeir réðu mig inn sem leikkonu, sem gæti þá leikið kærustur þeirra, eiginkonur, dætur og mæður. Í fyrstu seríunni, sem ég skrifaði ekki, þá lék ég rosalega mikið „skólastjórinn er tilbúinn að taka á móti þér núna“ karaktera. Svona aukarullur,“ sagði Helga. Gyða Sól, Brünhilda og Rán Ísfeld urðu til þegar Helga fór að skrifa Það hafi þó breyst þegar hún fór sjálf að skrifa fyrir þáttinn. „Þá fór ég að skrifa Gyðu Sól, Brünhildi og Rán - 101 aðferð til að fara illa með karlmenn.“ Með eftirminnilegustu atriða úr fyrstu seríu Fóstbræðra er þegar Helga leikur hana Veru Dögg sem bannar manninum sínum, sem leikinn er af Benedikt Erlingssyni, að fara í bjór með vinum sínum þar til hann leggst í gólfið og fer að gráta. Helga segir að hún hafi þurft að berjast fyrir því að atriðið færi í loftið. „Þetta er svona drama, lítið stofuleikrit. Ég barðist fyrir honum, þeir ætluðu ekki að taka hann, þeim fannst þetta viðbjóður. Ég sagði: Nei, þetta er alvöru drama, þetta er leikrit. Þetta var alvöru hlutverk sem ég sá og sannleikur en ég barði í borðið og frekjaðist þangað til hann var tekinn.“ Hér má sjá atriðið umrædda:
Grín og gaman Tengdar fréttir Sindri kíkti í heimsókn á Stöð 2: „Ég er bara að stilla upp liðinu mínu í Fantasy“ „Já, komiði sæl. Að þessu sinni ætla ég að bjóða ykkur til elskunnar í lífi mínu. Það er Stöð 2, hún er 35 ára, ég er 43 þannig að aldursmunurinn er alveg eðlilegur. Við ætlum að heimsækja afmælisbarnið. Komið með!“ 12. október 2021 14:00 Faldi synina fyrir Björk undir fréttaborðinu Elín Stefánsdóttir Hirst, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, rifjaði það upp í 35 ára afmælisþætti Stöðvar 2, sem sýndur var á laugardaginn að hún hafi eitt sinn þurft að daga syni sína tvo með í vinnuna þegar hún var að lesa kvöldfréttir. Drengirnir hafi verið eins og englar og beðið undir fréttaborðinu en skotið upp kollinum þegar tónlistarkonan Björk mætti í stúdíóið. 12. október 2021 13:00 Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. 11. október 2021 22:48 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Sindri kíkti í heimsókn á Stöð 2: „Ég er bara að stilla upp liðinu mínu í Fantasy“ „Já, komiði sæl. Að þessu sinni ætla ég að bjóða ykkur til elskunnar í lífi mínu. Það er Stöð 2, hún er 35 ára, ég er 43 þannig að aldursmunurinn er alveg eðlilegur. Við ætlum að heimsækja afmælisbarnið. Komið með!“ 12. október 2021 14:00
Faldi synina fyrir Björk undir fréttaborðinu Elín Stefánsdóttir Hirst, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, rifjaði það upp í 35 ára afmælisþætti Stöðvar 2, sem sýndur var á laugardaginn að hún hafi eitt sinn þurft að daga syni sína tvo með í vinnuna þegar hún var að lesa kvöldfréttir. Drengirnir hafi verið eins og englar og beðið undir fréttaborðinu en skotið upp kollinum þegar tónlistarkonan Björk mætti í stúdíóið. 12. október 2021 13:00
Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. 11. október 2021 22:48