„Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2021 15:49 Áhöfn SN-19 sem ætlar út í geim á morgun. Blue Origin Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. Auk Shatnes eru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen í áhöfn NS-18. Shatner er hvað þekktastur fyrir leika James Kirk í Star Trek. Sjá einnig: Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Blue Origin birti í dag myndband þar sem Shatner talaði um hve spenntur hann væri fyrir geimskotinu. Þar segir Shatner að allt ferlið hafi þegar breytt lífi hans og það sé frábært að fá að taka þátt í upphafi væntanlegrar fjölgunar geimferða. Þá segist Shatner vilja sjá fegurð jarðarinnar úr geimnum. We are just at the beginning, but how miraculous the beginning is. @WilliamShatner is ready to go to space. #NS18 pic.twitter.com/u3MnOAbWtW— Blue Origin (@blueorigin) October 12, 2021 Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim. Geimferðirnar sjálfar taka um það bil tíu mínútur en geimförum Blue Origin er skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Alþjóðlega geimstöðin er í um fjögur hundruð kílómetra hæð. SpacX skaut í síðasta mánuði fjórum ferðalöngum í rúmlega fimm hundruð kílómetra hæð og voru þau á braut um jörðu í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Áætlað er að skjóta geimfarinu á loft um klukkan hálf níu að morgni að staðartíma í Texas. Það samsvarar um klukkan hálft tvö hér á landi. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu á Youtube og hér á Vísi. Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Auk Shatnes eru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen í áhöfn NS-18. Shatner er hvað þekktastur fyrir leika James Kirk í Star Trek. Sjá einnig: Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Blue Origin birti í dag myndband þar sem Shatner talaði um hve spenntur hann væri fyrir geimskotinu. Þar segir Shatner að allt ferlið hafi þegar breytt lífi hans og það sé frábært að fá að taka þátt í upphafi væntanlegrar fjölgunar geimferða. Þá segist Shatner vilja sjá fegurð jarðarinnar úr geimnum. We are just at the beginning, but how miraculous the beginning is. @WilliamShatner is ready to go to space. #NS18 pic.twitter.com/u3MnOAbWtW— Blue Origin (@blueorigin) October 12, 2021 Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim. Geimferðirnar sjálfar taka um það bil tíu mínútur en geimförum Blue Origin er skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Alþjóðlega geimstöðin er í um fjögur hundruð kílómetra hæð. SpacX skaut í síðasta mánuði fjórum ferðalöngum í rúmlega fimm hundruð kílómetra hæð og voru þau á braut um jörðu í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Áætlað er að skjóta geimfarinu á loft um klukkan hálf níu að morgni að staðartíma í Texas. Það samsvarar um klukkan hálft tvö hér á landi. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu á Youtube og hér á Vísi.
Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira