Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2021 10:29 Flest bendir til að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verði næsti kanslari Þýskalands. EPA Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. Volker Wissing, framkvæmdastjóri Frjálslyndra demókrata, segist í samtali við þýska fjölmiðla reikna með að viðræðum ljúki í lok vikunnar og að þá tækju við formlegar viðræður milli flokkanna. Wissing segist bjartsýnn á framhaldið, en flokkarnir hafa annars lítið tjáð sig um framgang viðræðnanna. Í Þýskalandi er rætt um væntanlegt stjórnarmynstur sem „umferðarljósið“ þar sem vísað er í einkennisliti flokkanna – rauðan lit Jafnaðarmannaflokksins, gulan lit Frjálslyndra demókrata (FDP) og grænan lit Græningja. Flestir Þjóðverjar vilja „umferðarljósstjórn“ Deutsche Welle segir frá því að skoðanakannanir bendi til að 51 prósent Þjóðverja styðji myndun ríkisstjórnar flokkanna þriggja, umtalsvert fleiri en þeir sem styðja ríkisstjórnarmynstur með Kristilega demókrata, flokk kanslarans fráfarandi, Angelu Merkel, innanborðs. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í broddi fylkingar, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar næstflest. Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Skattamálin og loftslagsmálin SPD og Græningjar eru hugmyndafræðilega séð nokkuð líkir flokkar, en FDP sker sig nokkuð frá, sér í lagi þegar kemur að efnahagsmálum. Þýskir fjölmiðlar að flokkarnir hafi helst deilt um efnahags- og skattamál, sem og loftslagsmál. SPD og Græningjar styðja hóflegar skattahækkanir en Frjálslyndir demókratar eru slíkum hugmyndum mjög andsnúnir. Þá vilja Frjálslyndir demókratar treysta meira á hinn frjálsa markað þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum en hinir flokkarnir tveir sem vilja beita ríkisvaldinu í meiri mæli. Fari svo að samkomulag náist milli flokkanna fyrir helgi munu Græningjar þurfa að boða til flokksþings sem þyrfti að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Flokkurinn hefur þó sagst munu geta haldið aukaflokksþing þegar á sunnudaginn til að afgreiða málið. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Volker Wissing, framkvæmdastjóri Frjálslyndra demókrata, segist í samtali við þýska fjölmiðla reikna með að viðræðum ljúki í lok vikunnar og að þá tækju við formlegar viðræður milli flokkanna. Wissing segist bjartsýnn á framhaldið, en flokkarnir hafa annars lítið tjáð sig um framgang viðræðnanna. Í Þýskalandi er rætt um væntanlegt stjórnarmynstur sem „umferðarljósið“ þar sem vísað er í einkennisliti flokkanna – rauðan lit Jafnaðarmannaflokksins, gulan lit Frjálslyndra demókrata (FDP) og grænan lit Græningja. Flestir Þjóðverjar vilja „umferðarljósstjórn“ Deutsche Welle segir frá því að skoðanakannanir bendi til að 51 prósent Þjóðverja styðji myndun ríkisstjórnar flokkanna þriggja, umtalsvert fleiri en þeir sem styðja ríkisstjórnarmynstur með Kristilega demókrata, flokk kanslarans fráfarandi, Angelu Merkel, innanborðs. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í broddi fylkingar, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar næstflest. Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Skattamálin og loftslagsmálin SPD og Græningjar eru hugmyndafræðilega séð nokkuð líkir flokkar, en FDP sker sig nokkuð frá, sér í lagi þegar kemur að efnahagsmálum. Þýskir fjölmiðlar að flokkarnir hafi helst deilt um efnahags- og skattamál, sem og loftslagsmál. SPD og Græningjar styðja hóflegar skattahækkanir en Frjálslyndir demókratar eru slíkum hugmyndum mjög andsnúnir. Þá vilja Frjálslyndir demókratar treysta meira á hinn frjálsa markað þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum en hinir flokkarnir tveir sem vilja beita ríkisvaldinu í meiri mæli. Fari svo að samkomulag náist milli flokkanna fyrir helgi munu Græningjar þurfa að boða til flokksþings sem þyrfti að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Flokkurinn hefur þó sagst munu geta haldið aukaflokksþing þegar á sunnudaginn til að afgreiða málið.
Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9%
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57