Loftslagsmál vega þungt í stjórnarmyndunarviðræðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. október 2021 13:22 Katrín Jakobsdóttir gekk bjartsýn til fundarins í dag og sagði aðalverkefni næstu daga að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. vísir/vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík. Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið fremur hægt og er ljóst að flokkarnir eigi enn eftir að ná saman í nokkrum stórum málum. En hvar er lengst á milli manna? „Ja, það er nú kannski erfitt að segja til um það. Ég meina við erum auðvitað búin að vera að nota töluverðan tíma til að ræða þau mál sem kláruðust ekki á síðasta kjörtímabili. En við erum í dag að fara að ræða svona frekari framtíðarmál," sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Helsta verkefni næstu daga yrði að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. Þar mætti finna mismunandi áherslur milli flokka. Viðræðurnar ganga þó ágætlega að hennar sögn og hún er bjartsýn á framhaldið. Þjóðgarðurinn verður áfram mál fyrir VG „Þær standa þar að við erum áfram að fara yfir stóru málin og við erum auðvitað núna að fara yfir okkar áherslumál. Þetta eru þrír ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þar erum við [VG] auðvitað að leggja mjög mikla áherslu á að það verði metnaðarfyllri markmið, til dæmis í loftslagsmálum og skýrar félagslegar áherslur marki kjörtímabilið fram undan. Er þjóðgarðurinn stórt mál þar? „Þjóðgarðurinn hefur verið og verður áfram mál fyrir okkur í VG," sagði Katrín. Bæði henni og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins var tíðrætt um loftslagsmál fyrir fundinn í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki veita viðtal. „Þetta hafa meðal annars verið orkumálin og rammaáætlun og slíkir hlutir en það er engin launung," sagi Sigurður Ingi. Sigurður Ingi sagði viðræðurnar á einhverri hreyfingu þó sú hreyfing væri mögulega hæg.vísir/vilhelm „Við kláruðum það ekki fyrir fjórum árum og það er mikilvægt að klára það núna vegna þess að það er jú hluti af áskorunum í loftslagsmálum að takast á við grænar fjárfestingar." Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið fremur hægt og er ljóst að flokkarnir eigi enn eftir að ná saman í nokkrum stórum málum. En hvar er lengst á milli manna? „Ja, það er nú kannski erfitt að segja til um það. Ég meina við erum auðvitað búin að vera að nota töluverðan tíma til að ræða þau mál sem kláruðust ekki á síðasta kjörtímabili. En við erum í dag að fara að ræða svona frekari framtíðarmál," sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Helsta verkefni næstu daga yrði að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. Þar mætti finna mismunandi áherslur milli flokka. Viðræðurnar ganga þó ágætlega að hennar sögn og hún er bjartsýn á framhaldið. Þjóðgarðurinn verður áfram mál fyrir VG „Þær standa þar að við erum áfram að fara yfir stóru málin og við erum auðvitað núna að fara yfir okkar áherslumál. Þetta eru þrír ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þar erum við [VG] auðvitað að leggja mjög mikla áherslu á að það verði metnaðarfyllri markmið, til dæmis í loftslagsmálum og skýrar félagslegar áherslur marki kjörtímabilið fram undan. Er þjóðgarðurinn stórt mál þar? „Þjóðgarðurinn hefur verið og verður áfram mál fyrir okkur í VG," sagði Katrín. Bæði henni og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins var tíðrætt um loftslagsmál fyrir fundinn í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki veita viðtal. „Þetta hafa meðal annars verið orkumálin og rammaáætlun og slíkir hlutir en það er engin launung," sagi Sigurður Ingi. Sigurður Ingi sagði viðræðurnar á einhverri hreyfingu þó sú hreyfing væri mögulega hæg.vísir/vilhelm „Við kláruðum það ekki fyrir fjórum árum og það er mikilvægt að klára það núna vegna þess að það er jú hluti af áskorunum í loftslagsmálum að takast á við grænar fjárfestingar."
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira