Helena um Evrópuævintýri Hauka: „Höfum engu að tapa og ætlum að stríða þeim eins mikið og við getum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2021 19:00 Helena er spennt fyrir leik morgundagsins. Vísir/Bára Dröfn „Við erum ótrúlega spenntar og það verður skemmtilegt í Ólafssal á morgun,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sem hefur leik í riðlakeppni Evrópubikar kvenna í körfubolta í Ólafssal í Hafnafirði á morgun. „Það var tveggja stiga tap en við vorum fagnandi eins og vitleysingar, eitthvað sem maður hefur aldrei gert á ævinni en þetta var náttúrulega geggjuð tilfinning. Maður tók í raun allt kvöldið að átta sig á að við hefðum náð þessu markmiði,“ sagði Helena um síðari leik einvígisins sem tryggði Haukum þátttöku í riðlakeppni Evrópubikarsins. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara í og þegar við tókum þátt fyrir 15 árum var þetta miklu minni keppni, fórst beint inn í riðlana. Nú eru fleiri og betri lið að taka þátt. Mér finnst frábært að við höfum náð þessum árangri og komið sjálfum okkur mjög á óvart held ég,“ bætti Helena við. Klippa: Helena um Evrópuævintýri Hauka „Við erum með frábæra bakhjarla og vonandi eru þeir að stíga upp eins og aðrir. Við sjálfar erum einnig að reyna safna eitthvað með en eins og ég sagði er þetta frábært tækifæri fyrir okkur Haukastelpur og körfuna á Íslandi yfir höfuð. Vonandi sjáum við fullt af stelpum úr öðrum liðum líka sem horfa á þetta sem tækifæri og önnur félög horfa á þetta sem tækifæri sem lið eiga að vera gera oftar. Asnalegt að lið í fótbolta og handbolta séu alltaf að taka þátt en engin úr körfubolta.“ „Auðvitað er þetta líka spennandi fyrir mig, ég er að taka þátt í þessu á allt öðruvísi hátt núna. Þegar ég var að spila sem atvinnumaður úti tók ég þátt í þessum keppnum og með Haukaliðinu vorum við mjög ungar. Í dag erum við með blöndu af „miðlungsgömlum“ miðað við deildina og fullt af ungum stelpum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og ég held þetta geri gott fyrir liðið okkar og stelpurnar í þeim.“ „Við vitum að við erum að keppa á móti mjög sterkum liðum, atvinnumannaliðum sem æfa tvisvar á dag og vinna við þetta. Það verða auðvitað hörkuleikir og við vitum að við getum hitt á mjög góða leiki. Við reynum að undirbúa okkur vel og koma rétt stemmdar inn í þetta. Við höfum engu að tapa þannig séð, það eru engar væntingar gerðar til okkar. Allir halda að við séum auðveld bráð en við ætlum að koma inn í þessa leiki og stríða þeim eins mikið og við getum,“ sagði Helena en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Hauka og Villeneuve d'Ascq LM frá Frakklandi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19.20 annað kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Sportpakkinn Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
„Það var tveggja stiga tap en við vorum fagnandi eins og vitleysingar, eitthvað sem maður hefur aldrei gert á ævinni en þetta var náttúrulega geggjuð tilfinning. Maður tók í raun allt kvöldið að átta sig á að við hefðum náð þessu markmiði,“ sagði Helena um síðari leik einvígisins sem tryggði Haukum þátttöku í riðlakeppni Evrópubikarsins. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara í og þegar við tókum þátt fyrir 15 árum var þetta miklu minni keppni, fórst beint inn í riðlana. Nú eru fleiri og betri lið að taka þátt. Mér finnst frábært að við höfum náð þessum árangri og komið sjálfum okkur mjög á óvart held ég,“ bætti Helena við. Klippa: Helena um Evrópuævintýri Hauka „Við erum með frábæra bakhjarla og vonandi eru þeir að stíga upp eins og aðrir. Við sjálfar erum einnig að reyna safna eitthvað með en eins og ég sagði er þetta frábært tækifæri fyrir okkur Haukastelpur og körfuna á Íslandi yfir höfuð. Vonandi sjáum við fullt af stelpum úr öðrum liðum líka sem horfa á þetta sem tækifæri og önnur félög horfa á þetta sem tækifæri sem lið eiga að vera gera oftar. Asnalegt að lið í fótbolta og handbolta séu alltaf að taka þátt en engin úr körfubolta.“ „Auðvitað er þetta líka spennandi fyrir mig, ég er að taka þátt í þessu á allt öðruvísi hátt núna. Þegar ég var að spila sem atvinnumaður úti tók ég þátt í þessum keppnum og með Haukaliðinu vorum við mjög ungar. Í dag erum við með blöndu af „miðlungsgömlum“ miðað við deildina og fullt af ungum stelpum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og ég held þetta geri gott fyrir liðið okkar og stelpurnar í þeim.“ „Við vitum að við erum að keppa á móti mjög sterkum liðum, atvinnumannaliðum sem æfa tvisvar á dag og vinna við þetta. Það verða auðvitað hörkuleikir og við vitum að við getum hitt á mjög góða leiki. Við reynum að undirbúa okkur vel og koma rétt stemmdar inn í þetta. Við höfum engu að tapa þannig séð, það eru engar væntingar gerðar til okkar. Allir halda að við séum auðveld bráð en við ætlum að koma inn í þessa leiki og stríða þeim eins mikið og við getum,“ sagði Helena en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Hauka og Villeneuve d'Ascq LM frá Frakklandi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19.20 annað kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Sportpakkinn Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira