Hörður, sem er einn helsti NBA-sérfræðingur landsins, kemur í heimsókn og ræðir málin sem eru efst á baugi í þessari sterkustu körfuboltadeild í heiminum.
Tímabilið hefst í næstu viku og enn er algerlega óljóst hvað tvær af stærstu stjörnum deildarinnar, Kyrie Irving og Ben Simmons, ætla sér að gera. Þá mun Hörður einnig fara yfir íslensku deildirnar með þáttarstjórnendum.
Í síðari hlutanum hringja þáttarstjórnendur til Spánar, nánar til tekið til Valencia, og heyra hljóðið í besta körfuboltamanni Íslands, Martin Hermannssyni. Alls kyns málefni verða á dagskrá með Martin en hann átti frábæran leik á dögunum þegar Valencia mætti Real Madrid.
Mirando al sábado
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) October 13, 2021
J6 #LigaEndesa
@SanPabloBurgos
Sa-20:45h
Movistar
@SPB_Spain
Cas Un Hereda San Pablo Burgos en racha, próximo rival taronjahttps://t.co/hMoWjawOzb
Val https://t.co/nYTA5rwCuN
Eng https://t.co/5q5Xrf23yX#EActíVate pic.twitter.com/PCqf3ykMAA
Boltinn lýgur ekki er körfuboltaþáttur í umsjón Sigurðar Orra Kristjánssonar og Tómasar Steindórssonar og er á dagskrá alla fimmtudaga milli 16:00 og 18:00 á X-inu 977.